Færsluflokkur: Íþróttir

Hvað er Guardiola að spá?

Það er skömm að þessu ef rétt reynist að Eiður verði að byrja á bekknum. Eto'o er engan veginn í leikformi um þessar mundir og Eiður hefur dregið vagninn í sumar fyrir Börsunga. Ég tippaði á sigur Sporting en ég til mig nokkuð örugga með það, jafnvel þótt Eiður hefði byrjað finnst mér lið Barcelona ekki vera nægilega sannfærandi um þessar mundir og er það miður. Ætli spænski boltinn sé ekki í einhverri lægð, það sama var viðloðandi allt síðasta tímabil.
mbl.is Eiður Smári byrjar á bekknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtið, venjulega gengur tvöfaldur út

Eða hitt þó heldur. Tvöfaldur pottur hefur aðeins einu sinni gengið út síðustu 12 ár og því telst þetta heldur litlaus frétt. Hitt væri frétt að segja frá því af hverju tvöfaldur pottur gengur ekki út. Vitaskuld er Íslenskri getspá hagur í því að potturinn verði girnilegri fyrst einfaldur gekk ekki út. Þess vegna ganga aðeins þrefaldir eða fimmfaldir út (fjórfaldir á sama plani og tvöfaldir greinilega). Ég er þó ekki að segja að einhver stýring sé á þessu. Aðeins skemmtileg staðreynd að norðan.
mbl.is Fyrsti vinningur gekk ekki út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina leið Fram til sigurs - eina liðið sem "gat" unnið

Svona mót er náttúrulega bara grín og rétt að lesa fregnir af því með þeim formerkjum. Ef aðeins lið í Reykjavík gátu unnið og Fram var eina Reykjavíkurliðið segir þetta sig sjálft. Öll önnur Reykjavíkurlið hefðu unnið fram. Framarar hafa ekkert getað síðan '95 eða þar um bil, svipað og í fótboltanum. En gott að þeir fengu þetta, e.t.v. hjálpar "titillinn" eitthvað upp á sjálfstraustið.
mbl.is Fram varð Reykjavíkurmeistari karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skömm að þessu

Það er eitt að fagna strákunum eftir góðan árangur, það er annað að lýsa yfir þjóðhátíð (og dálítið óviðeigandi - þeir gerðu upp á bak í lokaleiknum); það er óvirðing að kasta fálkaorðum hingað og þangað til hvers sem er en það er gjörsamlega ófyrirgefanlegt að veita stórriddarakross fyrir aðkomu að íþróttum. Hvað á þetta að fyrirstilla? Hvað stendur stórriddarakrossinn fyrir? Nú vona ég bara að Ólafur Stefánsson taki "fálkann" fyrir hr. Ólaf Ragnar.
mbl.is Fálkaorðan bætist í orðusafnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróf mismunun

Hér finnst mér gróflega vegið að gestgjöfunum, Kínverjum, sem áttu skilið að fá þessa tign miðað við framlag þeirra til leikanna, bæði umgjörðina og í keppni. Þessi keppandi er ekki mjög fallegur, mér finnst Björgvin Gústavson og Ólafur Stefánsson fallegri og jafnvel Þórey Edda. Ég hvet fjölmiðla til að koma með "okkar" val og vekja á því athygli.
mbl.is Fallegasti ólympíukeppandinn valinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sviptingar í landsliðinu

Er það bara ég eða ættu 2 menn að hætta að sjást í þessum landsliðsbúningi? Ég kann svo illa við að nefna nöfn til að særa þá ekki en þið vitið hverja ég á við. Það kemur maður í manns stað og það hefur sýnt sig líka.
mbl.is Öruggur sigur Dana - Ísland í þriðja sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orka til einskis

Það vekur furðu að sjá íslensku leikmennina sóa orku sinni og krafti til einskis frá upphafi leiks. Menn steyta hnefa og spenna sig upp í öskrum og gargani í hvert sinn sem eitthvað gengur upp, ef vörnin tekur einn bolta eða liðið fær aukakast. Þá stökkva menn upp, arga og hlaupa milli manna til að slá hver í annan og láta eins og bestíur. Hvað ætli þetta kosti þá á orkureikningi þegar líður á seinni hálfleik, hvað þá þegar fer að koma að leikjum sem fara í framlengingu. Ég hef mestar áhyggur af Guðjóni "Travolta" Sigurðssyni og Sigfúsi "þrífæti" bróður hans hvað þetta varðar. Ég held hins vegar að reynsla Ólafs komi honum þarna til góða. Svo þykir mér leitt að sjá svo lítið af þessum nýju sætu, Björgvini og Sturlu. Ég kemst öll til þegar sláttur er á þeim. Logi er svosem myndarlegur líka en sem leikmaður er hann of líkur Patreki Jóhannessyni og af þeim manni hef ég vandræðalega persónulega reynslu svo það er eitthvað sem stuggar við mér þar.

Bölvaðir bómullarsokkar

Það er ekki einleikið hvernig þetta lið ætlar að verða sér til skammar í dag gegn Dönum. Nú fáum við að líta leik upp á gamla mátann, alltaf möguleikar til að komast inn í leikinn en skrefið aldrei stigið. Þessi vörn verður ekki til af sjálfu sér og baslið í sókninni segir allt sem segja þarf. Danir þurfa ekkert að hafa fyrir þessu. Ég skil ekki hví Kúbumaðurinn knái er ekki með, og hvar er Garcia? Það vantar þessa menn með stóru tólin, það er helst Sigfús sem skartar einhverju til að tala um. Aðrir eru bara með halann á milli lappanna. Vonandi þurfum við ekki að horfa upp á þennan hroðbjóð mikið oftar.
mbl.is Jafntefli gegn Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptir víst sáralitlu máli.

Það er leitt að segja það en mér sýnist miðað við þann hóp sem manni sýnist að verði stillt upp á morgun eigi FH ekki nokkra möguleika í lið Aston Villa. Til þess er liðið ekki nógu öruggt, vörnin er tæp og ekki er líklegt að Heimir leggi upp með djarfan sóknarbolta. Það er jafngott að menn fjölmenni á völlinn; hins vegar ættu þeir að búa sig undir að sjá B-lið Aston Villa (sem er þó ekkert B-lið) blóðflengja FH-inga. Sem fyrrum Skagamanni og núverandi Blika bý ég mig undir hina bestu skemmtun.
mbl.is Sidwell ekki með gegn FH-ingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski vill enginn bara kaupa hann?

Hvað ef enginn vill kaupa Eið Smára? Hann getur nú ekki mikið lengur en gæti alveg sómað sér vel hjá einhverju af minni liðunum á Spáni eða á Englandi, jafnvel lokið ferlinum hér á Íslandi. Það getur ekki verið að Guardiola vilji hafa hann í liðinu, ég held að hann vilji bara ekki gera of mikið úr því að fáir hafa sýnt honum áhuga eða viljað borga nóg. Hins vegar getur verið að enn eigi karlinn eitthvað inni og því er leitt að hann fái að verma bekkinn eða ekki hjá Barce enn um sinn. Það hefði verið svolítið gaman að sjá City taka kipp með Eið og Ronaldinho saman í framlínunni.


mbl.is Þjálfari Barcelona vill halda Eiði Smára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband