Ljóst frá upphafi

Ég óska þess heitt að þessi yfirtaka verði ekki heimiluð. Þetta er fínlegri háttur til að losa óþarfa starfskrafta en Glitnir hafði á; auk þess mega viðskiptavinir eiga von á því að greiða hærri þjónustugjöld vegna þess sem koma skal en það er væntanlega ný auglýsingaherferð, nýtt útlit, uppgjör á ýmsum afgreiðslustöðum, jafnvel nýtt nafn og allt sem þessu tilheyrir og hefur sveiflast til og frá undanfarin ár. Þó upphaflega munu fyrirtækin starfa saman en þó í sitthvoru lagi (!) þá mun þetta rennan saman að endingu og forsmekkurinn að því eru þessar uppsagnir. Það er skömm að þessu, Sparisjóðirnir er tákn fyrir annað og meira í bankaþjónustu en þekkist hjá öðrum bönkum og ótrúlegt að ráðamenn og almenningur láti þetta yfir sig ganga. Ég get sem best trúað því að margir missi allt sitt á næstu misserum.


mbl.is Allt að 200 missa vinnu við samruna SPRON og Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Úff ekki svona svartsýnn, svartsýn meina ég líklega. Ég er nýbúin að redda mér og er í góðum málum í stað þess að sofa í Alþingisgarðinum. Og meira að segja í annað skiptið sem ég geri slíkt hjálparlaust. Ég mun aldrei tapa, það byggist á því að gefast aldrei upp og biðja aldrei neinn um hjálp.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 22.7.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband