Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
16.8.2008 | 23:07
Vandræði í einkalífinu
Það er gaman að sjá gamla félaga á skjánum. Við hjónin þekkjum Wilbek og frú af allt öðrum vettvangi en íþróttanna en höfum átt góðar stundir saman gegnum tíðina, farið út að borða á Stokkseyri meira að segja en aðallega í Danmörku. Ég hef haft nokkrar áhyggjur af Ulrik í vetur og held að hann sé leiður eða undir óeðlilegu álagi, hann leggur meira að segja leikskipulagið að miklu leyti í hendur markvarðarins Hvidt. Heimili þeirra hjóna er yndisleg vin að heimsækja og danskara og er fyrir mér eins danskt og það gerist. Nú hef ég lítið heyrt í Ölmu konu hans í sumar og varla síðan í fyrrasumar og hef illan grun um vandræði í einkalífinu. Því þótt mér átakanlegt að fylgjast með honum í dag þegar allt vann honum í óhag og hann gat enga björg sér veitt. Ég óska honum allra heilla.
Wilbek æfur í leikslok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.7.2008 | 19:33
Við samgleðjumst öll
Auðvitað er skottan kát þegar hún er nú loksins farin að fá að ríða almennilega eftir að hafa þurft að horfa upp á ólifnaðinn á fyrrum elskhuga sínum. Spurningin er sú hversu lengi Pitt endist með þessari Jolie sem lítur út fyrir að fá reglulega á kjaftinn. Ég held að hann hafi verið mun hamingjusamari í raun og veru með henni Jennifer, hún er miklu elskulegri kona og viðkunnalegri; þetta lítur slétt og fellt út á yfirborðinu en hann veit sjálfur að hann er ekki á réttri braut.
Samgleðst Pitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |