Færsluflokkur: Vísindi og fræði
16.9.2008 | 18:27
Meiri fíflagangurinn
Allir vita að dýr tala ekki. Páfagaukar komast næst því, fullreynt þykir með apana en að sóa ævistarfinu í hval er hreint fráránlegt. Að þekkja í sundur þrjá hluti telst seint samræðufærni. Auk þess eru óhljóð þau sem hvalir gefa frá sér svo hvimleið að leitun er að öðru eins. Eins gott að Hallur og Árni Johnsen lesa ekki þessa frétt.
Hefur kennt hval að tala" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2008 | 19:16
Stutt í alvöru fellibyl
Ég er búin að biðja góðan Guð að forða því að hér geisi fellibylir eins og þeir gera í Ameríku. Ég er búin að kaupa svona gashitara í garðinn og nokkuð af litlum álfum og má ekki til þess hugsa að þetta fari á ferð og flug og jafnvel skemmist. Svo gæti þetta farið í rúður. Ég tek þó veðurfregnum með nokkrum fyrirvara og ætla ekki að láta glepjast aftur eins og í fyrravetur þegar ég var búin að binda gasgrillið, borð og stóla eins og kjáni þegar ekkert varð úr óveðrinu.
Varað við vatnsveðri annað kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.7.2008 | 22:59
Ekki möguleiki
Það á ekki að espa upp vitleysuna í fólki sem telur sig sjá geimverur eða boðar tilvist þeirra, alltaf með sínum sérkennum og útskýringum. Slíkt tal er oftast vottur að því að fólk hafi misst eða sé að missa vitið og gjarnan eru þetta sjúklingar. Geimverur eru ekki til og mun aldrei verða til, því til sönnunar má benda á það að þær eru ekki á meðal vor og aðstæður í geimnum eru ekki lífvænlegar. Þá er ég bæði að tala um dýr og plöntur. Það er dæmigert að það þyki fréttnæmt að geimfari tjái sig svona óábyrgt um þessi mál og í raun dæmalaust að virtir fréttamiðlar yfirleitt geri sér mat úr því.
Það eru til geimverur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2008 | 16:37
Hverjum er ekki sama?
Í fyrsta lagi hefur verið vitað alla tíð að þessir símar eru óæskilegir, hvar við líkamann sem þeir eru geymir. Þar við bætist að enginn hefur látið það á sig fá. Annað er það að UPC er ekki sérlega virt rannsóknarstofnun miðað við það sem lesa má um hana á netinu (www.upmccancercenters.com/) og að síðustu er maðurinn að vísa í óbirtar upplýsingar úr rannsóknum sem ekki er greint frá og þar með ekki gefið hvað var rannsakað.
Varað við mikilli farsímanotkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2008 | 10:51
Það þarf ekki svo marga
Þetta eru bæði góðar og vondar fréttir. Þær góðu eru þær að tekið er tillit til lundastofnsins á Þjóðhátíð og allir eru fullsæmdir af hvers kyns svartfugli í stað lundans. Það má matreiða hann í pottrétt og þá er enginn munur. Hins vegar verður ákveðinn fals-stimpill yfir öllu saman. Lundinn á undir högg að sækja, sérstaklega í Vestmannaeyjum og gæti senn orðið aldauða. Því ættu Peyjarnir að hugsa aðeins um náttúruna einu sinni en ekki vaða áfram í blindni. Minnumst þess að Vestmannaeyingar drápu síðasta Geirfuglinn. Ég vona að Þjóðhátíð fari vel fram að þessu sinni, það væri velkomin nýbreytni.
Ekki nægur lundi fyrir þjóðhátíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2008 | 10:59
Ó, nei!
Ég óttast mjög þessa Spánarsnigla og þeir pirra mig þónokkuð. Þetta fjölgar sér með ógnarhraða en það er ekki það versta. Snigillinn er plága og eyðir öllum gróðri hvar sem hann kemur svo landið getur beðið mikið tjón af komu þeirra. Hann er stór og ófrýnilegur og geta nokkrir saman slátrað smávöxnum hundi. Hver man ekki eftir plágunni sem reið yfir Danmörku fyrir 3-4 árum? Mér er ekki um sel því ég gæti sem best hafa séð svona snigil í garðinum mínum án þess að hafa haft rænu til að láta vita um hann, ég þekki þetta ekki svo vel í sjón. En þessu hef ég kviðið síðan Danir stóðu bjargarlausir gegn þessari ógn.
Spánarsnigill fannst í Hnífsdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2008 | 10:50
Ólíkleg spá
Ég get vottað það að engar skúrir verða hér fyrir norðan í dag og það er upp undir 20 stiga hiti hér í forsælu. Það hlýnar eitthvað þegar líður á vikuna með lítilsháttar vindi, snýst til austan eða suðaustanáttar á morgun. Það er afleitt að fólk geti ekki reitt sig á spána þegar það planar sumarfríið sitt og þegar Verslunarmannahelgin nálgast er ekkert að marka hana. Þá er talað um að það verði svona og svona um allt land en þó alltaf aðeins betra rétt í kringum mótsstaði. Ég er í reglulegu sambandi við konur sem nota óhefðbundnar aðferðir við veðurspá og ætla að treysta á þeirra spá fyrir Verslunarmannahelgina. Mér leiðist meðalmennskan á Veðurstofunni.
Skýjað að mestu vestanlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.7.2008 | 19:24
Nú er lag fyrir AronPálma-nefndina
Fyrst var það Keikó, þá Aron Pálmi og nú er kominn kostur sem stofnunin má heita fullsæmd af. Þessi humar gæti laðað að þúsundir ferðamanna árlega og gætu þeir tekist á um það hvort rétt væri að éta þetta afgamla kjöt eða senda hann í Þingvallavatn. Humarhátíð á Höfn myndi stækka verulega og þetta þarf ekki að kosta svo mikið. Það er nær að veðja á þetta en þennan geimfara sem rætt hefur verið um.
Frelsið humarinn! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |