Færsluflokkur: Menning og listir

Þessi trölli má taka mig hvenær sem er

Ég man að trölli (eða grinchinn) var í uppáhaldi hjá mér áður fyrr og ég óttaðist hann en það rjátlaðist nú af mér. Jim Carrey var fínn grinch og myndin sæmileg en ég býð ekki í hvernig Stefán mun fara með mig, hann er karlmannlegasti grinchinn sem ég sé fyrir mér. Verst að ég kemst varla til að sjá þessa sýningu og verð því bara að ímynda mér.


mbl.is Stefán Karl leikur Trölla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stattu á þínu, Garðar

Ég veit það að maðurinn minn yrði ekki sáttur ef ég yrði "leikfélagi" og ég efast um að Garðar verði það frekar. Þó er það Ásdísar að ákveða þetta, myndir í Playboy gætu orðið henni og hennar starfsemi gríðarleg kynning og til framdráttar sem slíkt. Ég hugsa að ég myndi jafnvel kaupa blaðið hennar vegna. Ásdís hefur gríðarlega fallegan líkama og því skyldi hún ekki leyfa honum að njóta sín til fullnustu? Nektarmyndir þurfa ekki að vera druslulegar heldur geta verið smekklegar og gildir þá reglan að "minna er meira" eins og sagt er á ensku. Hins vegar hlakka ég mest til að fylgjast með þættinum ástralska eins og ég veit að svo margir gera. Gangi þér allt í haginn Ásdís.


mbl.is Ekki í Playboy strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað situr eftir?

Mér finnst það stórundarlegt að þessi hrokafulli rappari skuli raka inn seðlum af þessari gráðu. Ég fór að hugsa um hvað helst situr eftir þegar ferill hans er tekinn saman:
1. Men in black - þar sem hann lék yfir getu en sýndi þó sitt rétta andlit
2. Bad boys - líklega skemmtilegasta mynd hans en leikurinn ekki upp á marga fiska
3. Big Willie style - plata sem fylgdi eftir bylgju "nýrrar kynslóðar" í rappinu, Will Smith lofaði að halda sig frá hvíta tjaldinu en sveik það.
4. Wild Wild West - Afleit mynd og hroki leikarans yfirgengilegur.
5. I, Robot - Ágæt mynd en of langdregin, framlag leikarans þó veikasti bletturinn.

Annað tekur vart að nefna og óskiljanlegt er hversu mikið þessum         manni er hampað. Af hverju getur hann ekki verið meira eins og þessi hinn þarna svarti? Ekki Bill Cosby heldur annar yngri - man ekki nafnið.

mbl.is Will Smith rakar inn seðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feigur maður

Það er ljóst að vesalings Patrick dansar ekki framar og hann sér ekki árið 2009 en gaman væri að hann næði að starfa við það sem hann ann mest af öllu, leiklistina, fram til síðasta dags. Hann nær þó ekki að ljúka tökum þessarar myndar og ættu framleiðendur að hafa það í huga að ætla honum ekki of mikið. Það fara fáir í skóna hans til að ljúka verkinu. Ég var svo heppin að sjá hann í spennumynd nú í sumar þar sem hann fór á kostum sem reffilegur þrjótur sem stal eigin börnum til að fara með þau í glæpaferð. Ég man engan veginn hvað hún hét en hún var næstum eins góð og Ghost (þetta var nú ekki viðeigandi).
mbl.is Patrick Swayze er kraftaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband