Færsluflokkur: Enski boltinn

Sýnd veiði og gefin

Mínir menn verða varla lengi að rúlla þessum Búlgörum upp, jafnvel þótt Carew sé frá. Það er slíkur sláttur á Villa nú í haust að ég man vart annað eins. Og eins og ég hef sagt: Kominn var tími til. Ég held ég kaupi treyju á guttana mína þótt dýr sé.
mbl.is Carew ekki með Aston Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varð samkynhneigðin að brottfararspjaldi?

Það er ljótt ef rétt reynist að menn eigi á hættu að kynhneigð geti haft áhrif á íþróttaferil, ætti í raun ekki að þekkjast á 21. öldinni. Það eru þó nokkur dæmi um að menn geti ekki starfað með sínu félagi eða þjálfara eftir að hafa gengist við kynhneigð sinni og alltaf leiðinlegt að heyra. Hasselbaink þótti mér þó aldrei sérstakur svo ég sakna hans ekkert úr boltanum.


mbl.is Hasselbaink leggur skóna á hilluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aston Villa alltaf sterkt gegn totturunum

Mínir menn hafa ósjaldan sótt stig á White Heart og skil ég ekki að það verið annað uppi á teningnum í kvöld. Tottararnir hafa verið lélegir það sem af er en Villa-menn að sama skapi í toppformi og til alls líklegir. Þetta hefur e.t.v. eitthvað að gera með óheppilega sölu. Eða ljóta búninga.
mbl.is Villa lagði Tottenham 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvergi heima nema í Aston Villa

Það hefur lengi verið draumur okkar hjóna að Davið Villa gangi til liðs við Aston Villa og okkar menn hafa beðið þess nokkuð þótt samningar hafi aldrei komist á borðið, helst vegna fjárskorts. Það var nokkuð rætt um þetta í kjölfar HM í Þýskalandi þegar Villa þótti ekki alveg standa undir nafni og þá virtist eitthvað ætla af stað en síðan þá hefur hálfgerður hnútur verið á þessum þreifingum og mín tilfinning er sú að kappinn njóti sín ekki til fulls nema á Villa Park.
mbl.is Chelsea líka á eftir Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

United ekki sannfærandi

Djöflarnir frá Manchester ætla ekki að byrja tímabilið með reisn og það er fátt í leik þeirra sem minnir á titlana frá í vor. Liverpoolmenn er mun meira sannfærandi og mig grunar Manchester muni þurfa að berjast um 3-4 sætið í vor. Ná jafnvel ekki Evrópusæti. Það er spurning hverju er um að kenna en ég veðja á Ferguson, það hefur lengi verið talað um hans tíma og nú held ég að þetta sé orðið gott þótt mér þyki það leitt.
mbl.is Fletcher tryggði United sigur á Fratton Park
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ronaldo myndi aldrei fara

Tevez eða "CT" eins og hann er jafnan kallaður sækist væntanlega eftir stöðu Ronaldo og hvetur hann því lymskulega til að þiggja gylliboð annarra liða en Ronaldo er kænn og lætur ekki blekkjast. Hvað hefur CT fært liði sínu? Ekkert. Ef Utd. á ekki að verða næsta Newcastle verða þeir að láta að öllum óskum Ronaldo og gera honum til hæfis; þeir geta allt eins losað sig við CT sem eitrar eins og naðra innan herbúða Utd. Hann væri best geymdur í Argentínu.
mbl.is Carloz Tevez: Leyfið Ronaldo að fara til Real Madrid
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem koma skal

Það er ljóst að lið Chelsea er tilbúið í slaginn og þetta sýnir það sem koma skal. Undir stjórn Felipe "Hackman" Scolari mun liðið vera ósigrandi að kalla í vetur og gera tilkall til titilsins í vor. Það er ekki séns að Arsenal komi tilbaka eftir klúðrið í sölu nú í vor; það er helst að Liverpool geti strítt þeim.
mbl.is Stórsigur í fyrsta leik Scolari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband