7.7.2008 | 22:21
Sauðkindin - tákn frelsis
Það þekkir hvert mannsbarn á Vesturlandi söguna um Surtlu og Hákon sem fór hvað verst út úr eltingarleiknum, að minnsta kosti þeir sem fæddir eru á síðustu öld. Lengi hefur íslenska sauðkindin, tákn frelsisins, mannvitsins og ævintýraþrárinnar átt sér vísan stað í hjörtum okkar en nú vil ég sjá fleiri hausa, að minnsta kosti einn í hverju byggðasafni. Hver hreppur á sínar hetjur. Hins vegar er brjóstmyndin af Sturlu Böðvarssyni við Vesturlandsveginn til skammar!
Tákngervingur frelsis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Uhh... Þetta er nú reyndar í fyrsta sinn sem ég heyri talað um sauðkindina sem tákn frelsis. Yfirleitt er hún tákn hlýðni, auðsveipni og fylgilags.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.