Margir veikir á Akranesi líka

Ég átti leið um Akranes á írskum dögum þar í bæ fyrir skemmstu. Nú er ég alveg laus við fordóma og slíkt en mér varð bylt við er ég sá hvað Skagamenn eru illa staddir þegar kemur að aðbúnaði drykkjumanna og öryrkja. Þarna gengu menn (og konur) um götur í þannig ástandi að ég hætti mér ekki út úr bílnum og ég heyrði frá Ólöfu frænku minni sem hefur búið þarna í 11 ár að það sé jafnvel enn verra ástandið inni á mörgum heimilum sem hún veit um. Margir eru alls ófærir um að sjá um sig sjálfir og þetta bitnar náttúrulega mest á börnunum. Ég er alls ekki að tala illa um írska daga, mér sýndist þetta allt vera gert af góðum hug og eflaust margt til að skemmta sér við í bænum en ég lét duga þennan litla rúnt um bæinn og innlit hjá frænku. Þakka fyrir það Ólöf mín.
mbl.is Veikasta fólkið í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband