16.7.2008 | 00:38
Kóala"björn"?? Gæt að
Nú veit ég ekki hvað hefðin er rík í svona skrifum en ég hélt að það væri kennt í grunnskóla að kóala"björninn" er í raun ekki af tegund eða ætt bjarna og á því ekki að kallast björn með réttu. Þetta skemmtilega fyrirbæri er af ættkvísl pokadýra og því í raun skyldara kengúrunni Skippy en nokkrum birni. Skyldi þessi kútur hafa verið svo heppinn þegar allt kemur til alls? Líklegra þykir mér að honum hafi blöskrað gáleysi bílstjórans og einsett sér að hefna með öllum mögulegum leiðum. Þetta er því hálf-óhugnaleg frétt. Sögu þessara tveggja grunar mig að sé ekki með öllu lokið. Þessi kóali mun ekki hætta fyrr en í fulla hnefana.
Heppinn kóalabjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.