17.7.2008 | 11:10
Líka bannað í Breiðholtinu
Það er gaman að sjá hve við Íslendingar erum framarlega þegar kemur að ásýnd borgar og virðingu við mannvirki. Ég vil nefna tvennt. Í fyrsta lagi hefur verið bannað að sofa á götunni í Breiðholtinu síðan 1988, þá lögðum við Gummi og Haffi okkur á göngustíg rétt við sundlaugina en höfðum ekki sofið lengi þegar við vorum hirtir upp og teknir upp á Fellastöð. Hitt er það að árið 2000 var ég handtekinn fyrir að hafa klifrað upp á eina af styttum bæjarins til að njóta sólar og fá mér hressingu. Mér þótti nóg um á sínum tíma en nú fyllist ég stolti þegar ég les um að stórborgir Evrópu líti til okkar Íslendinga og læri af siðum okkar.
Bannað að sofa á götunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.