17.7.2008 | 11:16
Nú er nóg komið!
Ég hef verið dugleg að ferðast með fjölskyldunni um landið í sumar og verið einstaklega ólánleg með veðrið. Þótt víðast hvar hafi verið sólríkt í sumar hefur alltaf verið hálfgerður kalsi í kringum okkur, hvort heldur það var í sumarhúsinu í Skorradal eða á tjaldstæðum á Vesturlandi. Ýmis var þá svalt og hálfgerður strekkingur eða það naut engrar sólar. Nú vil ég fara að fá mitt, fá minn hluta af þessu sumri sem senn er á enda og jafnvel ná mér í smá lit. Ef menn geta ekki séð til þess að fólk geti byggt á spám Veðurstofu Íslands og hagað sínum áætlunum eftir þeim má allt eins leggja þessa stofnun niður. Það hefur ekkert gengið upp í sumar, ekkert, og það er bara ekkert hægt að lesa í veðrið eftir þeim upplýsingum sem birtast á vedur.is. Getur verið að stærri aðilar í ferðaþjónustunni hafi þarna áhrif?
Veður fer kólnandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.