Mile high club

Þegar fólk stundar kynlíf í háloftunum kemst það sjálfkrafa í MileHigh Club. Þetta fólk er oftar en ekki drukkið og fyrir ykkur sem hafið reynt þetta þarf ekkert að tíunda hve erfiðlega gengur að athafna sig á flugvélaklósetti. Því er ekki nema von að maðurinn hafi þurft að opna hurðina, það hefur einfaldlega hentað látunum þetta sinnið. Það eru óskráðar reglur að áhafnir flugvéla láti þessa iðju fram fara án nokkurs inngrips enda nokkur virðing borin fyrir þessum klúbbi. Að minnsta kosti hafa áhafnir IcelandAir gefið þessu slakan taum, eina tilfellið sem ég veit til þess í raun að flugþjónar hafi skipt sér af var með EasyJet-flugfélaginu. Til frekari upplýsinga um þennan klúbb má lesa hér: http://www.milehighclub.com/ og Mile high club - Wikipedia, the free encyclopedia. Þess má geta að í klúbbnum eru hérlendis þrír starfandi ráðherrar, fjöldi athafnamanna, þekktur knattspyrnuþjálfari,  flugmenn og flugþjónar auk fjölda annarra.


mbl.is Reyndi að opna flugvélahurð í lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband