18.7.2008 | 14:51
Þarf þetta ekkert að vinna?
Ósköp eru að sjá þessa pjakka spila golf daginn út og inn. Og nú líða börnin fyrir að sýna verður þetta pot í sjónvarpinu, í beinni útsendingu frá morgni til kvölds. Barnatímanum er kippt út fyrir þetta helvíti. Annað væri nú ef þetta væri fótbolti en ekki þetta sem öllum er sama um. Þessa 12 tíma dagskrá sjónvarps má draga saman í hálftímaþátt með Valtý Birni, Pot og Vei!, kannski í lok dagskrár. Hvað á ég nú að horfa á? Og að sjá þessa menn sem virðast ekkert hafa við tímann að gera annað en að sýnast þetta. Og hvað með fólkið sem fjölmennir og horfir á. "Best að taka sér stöðu hér, kannski sé ég boltann fara langleiðina héðan." Grátlegt. Ekki skapar þetta lið gjaldeyri á meðan. Þetta er engum til gagns. Og að þetta sé fullorðið fólk. Nú skulu apakettirnir á kaffistofunni fá að heyra það næst þegar einhver opnar á sér munninn til að ræða forgjöf.
Greg Norman heldur sínu striki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Golf er það leiðinlegasta sjónvarpsefni sem til er! Þarf ekkert fleiri orð um það.
tatum, 18.7.2008 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.