18.7.2008 | 14:59
Hlær, því hann veit ekki verðið á Lýsi
Bölvuð endimis vitleysa er þetta. Lýsið er hálfu dýrara en dísillinn og þar að auki ætlað til manneldis en ekki í fíflagang. Allt gera menn nú til að komast í blöðin. Tel ég víst að við sjáum Óðin næst í Kastljósinu fyrir þetta tiltæki. Hann hlær þó ekki þegar hann kemst að raunkostnaði Lýsisins. Honum væri nær að gefa þetta í Barnahjálpina, milli 5- og 600 börn í Reykjavík meira að segja búa við skort og fá eflaust ekkert lýsi nokkurn tímann. Þá er gott að við eigum svona karla sem sóa því hlæjandi.
Drýgir dísilolíuna með hákarlalýsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æ, þegiðu.
Andri (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 16:56
Meira tuðið í þér, hvað helduru að hann ráði því ekki hvort hann eyði lýsinu í bílinn eða barnahjálp.
boggi (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 17:17
Þetta er eitthvað heimagert ógeð sem fær að malla úr hákarlalifur dögum saman í bílskúrnum hjá honum, vafalaust baneitrað. Það væri nú meiri góðmennskan að gefa börnum þetta :D
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.