21.7.2008 | 11:07
Vonbrigði
Ég verð að segja eins og er að ég er talsvert vonsvikin yfir þessum fegnum en ég er bjartsýn og leita því alltaf að ljósum punktum. Það er gott að hlýjast verði norðanlands eins og verið hefur í sumar. Þá getur maður e.t.v. átt von á innliti vina og ættingja en þeir hafa látið bíða eftir sér þrátt fyrir kostaboð. Súld er hins vegar eitthvað sem ég á bágt með að sætta mig við, rigning er rigning en súld tónar svo illa við geðslagið mitt. Það er þó gott að ekki stendur hún lengi yfir. Vindurinn hvessir hins vegar viljann svo ég horfi fram á veginn þrátt fyrir þetta hundsbit.
Talsverð rigning síðdegis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.