21.7.2008 | 11:36
Kannski vill enginn bara kaupa hann?
Hvað ef enginn vill kaupa Eið Smára? Hann getur nú ekki mikið lengur en gæti alveg sómað sér vel hjá einhverju af minni liðunum á Spáni eða á Englandi, jafnvel lokið ferlinum hér á Íslandi. Það getur ekki verið að Guardiola vilji hafa hann í liðinu, ég held að hann vilji bara ekki gera of mikið úr því að fáir hafa sýnt honum áhuga eða viljað borga nóg. Hins vegar getur verið að enn eigi karlinn eitthvað inni og því er leitt að hann fái að verma bekkinn eða ekki hjá Barce enn um sinn. Það hefði verið svolítið gaman að sjá City taka kipp með Eið og Ronaldinho saman í framlínunni.
Þjálfari Barcelona vill halda Eiði Smára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ronaldinho er í Ac Milan
Tryggvi (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.