Mildi að ekki fór verr

Það er afar jákvætt að ungt fólk sýni lit og framtakssemi og starfi á eigin vegum í þágu góðra málefna. Þetta skapar gjaldeyri og jákvæðari landkynning en til dæmis hvalveiðarnar. En aðgerðir af þessu tagi verður að fara hægt í, mig óar við því að horfa á þetta fólk uppi í krananum.  Það getur farið sér og öðrum að voða. Skyldi þetta fólk ekki skynja hættuna eða er því saman um heilsu sína? Því virðist að minnsta kosti sama um líkama sinn að því leyti að þetta þrífur sig ekki heldur leyfir hári sínu að vaxa í einhvern allsherjarflóka. En gaman væri að sjá fleiri mótmæla og þá á friðsamlegri - og öruggari máta.
mbl.is „Allt fer friðsamlega fram"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Þurfum við öll að vera á sama máli? Þau gera þetta ekki að gamni sínu og eins og í fréttinni stendur fór þetta friðsamlega fram og hafði ekki mikil áhrif á starfsemina. Þau vöktu athygli á sínum hugsjónamálum. Hvar sérðu þennan hárflóka og því telur þú að það þrífi sig ekki. Kannski kom það beint úr sturtu og síðan beint í sturtu, ha. Mótmælin stóðu nú ekki lengi. Getur ekki eitthvað verið til í því sem þau eru að segja, ertu búin að kanna það niður í kjölinn. Ég held að það hafi ekki verið í heilsufarslegri hættu en ef svo er þá sýnir það hugrekki þeirra. Ég er svo fegin að við föllum ekki öll í sama munstrið og erum eins og bútasaumsteppi þar sem bútarnir eru allir eins.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 21.7.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband