Ó, nei!

Ég óttast mjög þessa Spánarsnigla og þeir pirra mig þónokkuð. Þetta fjölgar sér með ógnarhraða en það er ekki það versta. Snigillinn er plága og eyðir öllum gróðri hvar sem hann kemur svo landið getur beðið mikið tjón af komu þeirra. Hann er stór og ófrýnilegur og geta nokkrir saman slátrað smávöxnum hundi. Hver man ekki eftir plágunni sem reið yfir Danmörku fyrir 3-4 árum? Mér er ekki um sel því ég gæti sem best hafa séð svona snigil í garðinum mínum án þess að hafa haft rænu til að láta vita um hann, ég þekki þetta ekki svo vel í sjón. En þessu hef ég kviðið síðan Danir stóðu bjargarlausir gegn þessari ógn.
mbl.is Spánarsnigill fannst í Hnífsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband