23.7.2008 | 10:51
Það þarf ekki svo marga
Þetta eru bæði góðar og vondar fréttir. Þær góðu eru þær að tekið er tillit til lundastofnsins á Þjóðhátíð og allir eru fullsæmdir af hvers kyns svartfugli í stað lundans. Það má matreiða hann í pottrétt og þá er enginn munur. Hins vegar verður ákveðinn fals-stimpill yfir öllu saman. Lundinn á undir högg að sækja, sérstaklega í Vestmannaeyjum og gæti senn orðið aldauða. Því ættu Peyjarnir að hugsa aðeins um náttúruna einu sinni en ekki vaða áfram í blindni. Minnumst þess að Vestmannaeyingar drápu síðasta Geirfuglinn. Ég vona að Þjóðhátíð fari vel fram að þessu sinni, það væri velkomin nýbreytni.
Ekki nægur lundi fyrir þjóðhátíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Það er nú ekki allveg rétt. Síðustu tveir geirfuglarnir voru veiddir í Eldey en ekki í Vestmannaeyjum.
En með það sem þú segir um þjóðhátíðina þá er nú ekki annað hægt að segja en að hún fari yfirleitt vel fram. Allavega betur en venjuleg helgi í miðbæ Reykjavíkur.
Ásta (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 13:01
Jú það voru Vestmannaeyingar sem drápu þá. Í Eldey.
Le Betiz, 23.7.2008 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.