24.7.2008 | 11:11
Hin grýtta leið
Mikið er gaman að sjá hve Ásdísi gengur allt í haginn þessa dagana. Lífið leikur við hana. Hún rekur stórfyrirtæki sem hún stofnaði sjálf, hún er móðir, stjórnandi, eiginkona, stjarna en fyrst og fremst kona. Og við Íslendingar megum vera stoltir af þessari Frónsdóttur þótt margir viljið benda og segja: Sjá, þessi kona er ekkert nema önnur Jónína Ben. En það er bara svo ósanngjarnt. Hversu margir þekkja í raun söguna af Ásdísi? (Ég þekki hana ekki nema af afspurn) En hún hefur gengið hina grýttu leið til frægðarinnar og hefur áorkað allt upp á eigin spýtur. Fyrir utan það að verða ólétt. Nú hlakkar fjölskylda mín til að fylgjast með henni í þættinum í Ástralíu og nú er kvikmyndaheimurinn að opnast fyrir hana. Það skyldi enginn búast við of miklu fyrirfram en hver veit hvort hún verður okkar næsti Ingvar E.?
Ásdís Rán í kvikmynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég get ekki annað sagt en takk fyrir það - fallega sagt hjá þér og gladdi mitt hjarta virkilega
Ásdís Rán , 24.7.2008 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.