24.7.2008 | 11:16
Eðlilegt og öllum hollt
Ég skil ekki fréttagildi þessa, ég hef um langt skeið haldið "bókhald" um mínar ferðir og hvet fólk til að gera slíkt hið sama. Það er ekki gert í eintómum fíflagangi heldur er þetta ein besta leið til að kortleggja líkamsstarfsemi sína og fyrstu vísbendingar um að eitthvað sé að koma einmitt fram þarna. Mér hefur ekkert gengið að koma öðrum fjölskyldumeðlinum upp á þetta en skráningin hefur komið sér vel fyrir mig og einu sinni afar vel (ég ætla að ekki að fara nánar út í það hér enda óviðkomandi). Annað sem mér finnst að mætti taka upp hér víðar en tíðskast nú þegar - það er að fyrirtæki og stofnanir taki upp svona skráningu, það er hreint óþolandi á sumum vinnustöðum hve margir taka út umframfrítíma með sífelldum klósettferðum á sömu launum og við hin. Ég lít ekki svo á að ég gangi örna minna á launum, til þess er menntun mín of verðmæt.
Skrásetja klósettferðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.