Ekki möguleiki

Það á ekki að espa upp vitleysuna í fólki sem telur sig sjá geimverur eða boðar tilvist þeirra, alltaf með sínum sérkennum og útskýringum. Slíkt tal er oftast vottur að því að fólk hafi misst eða sé að missa vitið og gjarnan eru þetta sjúklingar. Geimverur eru ekki til og mun aldrei verða til, því til sönnunar má benda á það að þær eru ekki á meðal vor og aðstæður í geimnum eru ekki lífvænlegar. Þá er ég bæði að tala um dýr og plöntur. Það er dæmigert að það þyki fréttnæmt að geimfari tjái sig svona óábyrgt um þessi mál og í raun dæmalaust að virtir fréttamiðlar yfirleitt geri sér mat úr því.
mbl.is „Það eru til geimverur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá erum við væntanlega ekki til heldur, eða hvað?

A.m.k. hlýtur það að vera svo, miðað við þessa furðulegu yfirlýsingu þína að aðstæður í geimnum séu ekki lífvænlegar, því hvar er jörðin? Er hún kannski ekki í geimnum?

Ef þetta er grín hjá þér, biðst ég afsökunar á hastarlegu svari

Mundi (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 00:01

2 identicon

Þú veist ekkert um hvort að seygu til geimverur í öðru sólkerfi:Ertu búinn að ferðast um allan alheim og hvernig stendur á því að það eru til milljarðar sólkerfi sém að gæti verið lífræn pláneta í einhverju þessara sólkerfi ?Þó að líf sé ekki út í geim þá er ekki þar með satt að það getur allveg verið líf í annari reikistjörnu í öðru sólkerfi. Þú veist ekkert um alheiminn og hefur engann rétt til þess að koma með þessa fáranlegu fullyrðingu.

Bull (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 01:34

3 identicon

Það geta vel verið til geimverur, hinsvegar dreg ég það stórlega í efa að þær hafi nokkurtíman, eða muni nokkurtíman heimsækja jörðina, aðalega vegna þess að slík ferð tæki gríðarlega langan tíma.

Siggi (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 01:54

4 identicon

"Geimverur eru ekki til og mun aldrei verða til, því til sönnunar má benda á það að þær eru ekki á meðal vor og aðstæður í geimnum eru ekki lífvænlegar."

Mikið vona ég þín vegna að þú sért að gantast.  Þótt þetta sé mjög þreytt grín, að þykjast vera tralli á moggablogginu. Hér þarf að vísu ekkert að þykjast, skerð þig ekkert úr. En já, ef þetta er þín "sönnun" þá vil ég helst benda þér á að hugsa, aldrei of seint að byrja. 

Fyrir það fyrsta þá er til heill hellingur af plánetum með svipaðar aðstæður og jörðin og því kjörnar aðstæður fyrir þróun lífs. Við skulum svo ekki gleyma því að fyrir hvert sandkorn á allri jörðinni eru til 100 milljón stjörnur. Það er alveg lygilegt að nokkur maður skuli láta sér detta það í hug að við séum ein í alheiminum. 

Það að þær séu ekki meðal okkar er nú bara langt í frá einhvers konar sönnun. Checkaðu á nálægasta sólkerfinu (fyrir utan okkar). Checkaðu á vegalengdinni. Tjáðu þig svo aftur um þetta.

Siggi: Þú veist það að jörðin er ekki elsta plánetan í heiminum. Nú er ég ekki að segja að þetta sem þessi geimfari segi, standist. Hins vegar skaltu leiða hugann að því að það eru til plánetur sem eru muuuuuuun eldri (vægast sagt) en jörðin og ef vitsmunalíf hefur þróast á slíkum plánetum þá getur það þýtt að við séum milljónum ára á eftir þeirri þróun. Geimferðir til annarra stjarna er því ekkert út úr myndinni með tækni sem er svo langt á undan okkur.

Óskar (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 03:00

5 identicon

Bara í sólkerfinu okkar, þá liggur Mars undir grun.

"Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) segir að Marsfarið Spirit hafi gert mikilvæga uppgötvun á yfirborði plánetunnar. Vísindamenn stofnunarinnar telja að Spirit hafi fyrir tilviljun fundið sönnun þess að eitt sinn hafi örverur lifað á hnettinum."

Og það er ekki eini hnötturinn sem liggur undir grun, heldur einnig tungl hjá Júpíter, Evrópa.

Yfirborð hennar er þakið ís, talið er að undir ísnum sé hitauppstreymi og þar að leiðandi fljótandi vatn - við vitum hvað það þýðir.

Bæring (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 11:12

6 identicon

Óskar, E=MC2 er nokkuð stabíl formúla síðast þegar ég vissi, það kemmst ekkert hraðar en ljóshraða, og því tæki ferðin alltof langan tíma til að vera raunhæf.

Siggi (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 11:22

7 identicon

Þetta er einn af hundruðum manna frá ríkinu í Bandaríkjunum sem koma fram með sömu yfirlýsingu er aldur er náð. Þeir hafa lítið að missa við þessa yfirlýsingu á þessum tíma, ,,The disclosure project".

Þú getur ekki skilgreint alheiminn út frá vísindum okkar, okkar vísindi byggist aðeins á því sem við höldum á jörðu okkar, út frá skammtafræði og það ytra.  Allt það er byggt á kenningum. Það getur vel verið að það séu hundruðir geimvera að fylgjast með okkur. Annað væri vitleysa, segi ég. Mín skoðun.

Jón (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 15:38

8 identicon

Quoting:

Óskar, E=MC2 er nokkuð stabíl formúla síðast þegar ég vissi, það kemmst ekkert hraðar en ljóshraða, og því tæki ferðin alltof langan tíma til að vera raunhæf.

Siggi (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 11:22

Þú hefur þó ekki pælt í einu, ef hlutur ferðast á ljóshraða, og annar hlutur tekur á loft frá þeim hluti og fer á ljóshraða út frá fyrrverandi hluti, þá fer hann á tvöföldum ljóshraða! Hvað um að beygja rúm og tíma? Hvað um 4. og 5. vídd?

Jón (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 15:40

9 Smámynd: Guðmundur

Jón og Siggi:

 Ekki vera að tjá ykkur um afstæðikenninguna ef þið vitið ekkert um hana.

Í fyrsta lagi er ekkert sem fer hraðar en ljós, þótt maður sé á ljóshraða og sendi eitthvað frá sér á ljóshraða.

Í öðru lagi þá líður tíminn hægar því hraðar sem maður fer og ef maður er næstum því á ljóshraða þá tæki ferðalag þvert yfir vetrarbrautina okkar aðeins nokkrar mínútur, en tíminn sem líður frá jörðinni séð væri þúsundir ljósára.

Guðmundur, 26.7.2008 kl. 16:08

10 identicon

Þótt þessi umræða sé nú... svolítið funky.. þá finnst mér hún alltaf skemmtileg. En af hverju ætti tími að hafa áhrif á heimsóknir vitsmunavera frá öðrum hnöttum? Við erum alltaf svo innhverf, við hugsum alltaf út frá lógík mannsins. Við göngum alltaf út frá því að vitsmunalíf eigi sér eitthvað sameiginlegt með okkur. Við erum kannski bara bölvaðir fávitar með alls kyns hluti sem hafa ekkert með aðrar verur að gera. Ég er líka ekkert svo viss um að "líf" sé það eina sem er að finna úti í alheiminum, heldur eitthvað annað sem tekur á sig mynd sem við skiljum ekki.

Til þess að velta sér upp úr þessu þarf að henda út hinum mannlega mælikvarða.

Óskar (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 17:43

11 Smámynd: Guðmundur

Ætlaði að segja hér fyrir ofan að tíminn sem líður frá jörðinni séð væri þúsundir Ára.

Guðmundur, 26.7.2008 kl. 19:41

12 identicon

Ég vissi allt þetta. :)

Siggi (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 20:10

13 identicon

Ef það væru geimverur meðal vor þá myndu þær auðvitað ekki láta á sér bera eða líta út eins og einhver skrímsli. Hvað ef verur frá öðrum hnöttum líta út líkt okkur, svo líkt að við gætum ekki gert skil á hvort þetta sé manneskja frá Jörðu eða annarri plánetu?

Hvað ef þessar verur lifa utan þess sviðs sem við mannfólkið skynjum? Þó að þú sjáir ekki hlutinn þá þýðir það ekki að það sé ómögulegt að hann sé til. Svona þröngsýni eða blinda er dæmigerð mannleg ályktun. Örugglega verðugt rannsóknarefni fyrir verur frá öðrum hnöttum.

Spekingur (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 21:07

14 identicon

Utan sviðs sem við skiljum? Jájá, því ekki, theóría sem er ekki hægt að sanna, það eru góð vísindi.

Siggi (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 21:52

15 identicon

Mér finnst þessi umræða eigi ekki að snúast um almennar pælingar um hvort geimverur séu til.  Það er ekki fréttin.  Það að Dr. Edgar Mitchell sé að staðhæfa þetta opinberlega er náttúrulega stórmerkilegt.  Á að afskrifa hann sem einhvern rugludall?  Ólíkt mörgum öðrum þá hef ég kynnt mér þessi mál nokkuð vel (ég hef ekki bara skoðun sem byggist á engu).  Gordon Cooper geimfari fullyrðir einnig að geimverur séu að heimsækja okkur.  Háttsettir yfirmenn í bandaríska hernum segja það sama.  Þar á meðal eru menn sem unnu við það að fela sannleikann fyrir almenningi.   Og  þetta einskorðast ekki bara við Bandaríkin eins og einhver kommentaði hér.

Ég vil benda fólki á myndina "Out of the blue" sem er mjög vönduð heimildarmynd um þetta málefni.  Einnig tékka á Larry King Live á CNN.  Hann hefur fjallað mikið um þessi mál undanfarið.  Þetta getið þið séð á YouTube.

Kv. 

JK (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 09:20

16 identicon

Jájá, voða sniðugt en þú getur ekki mögulega sýnt fram á ástæðu fyrir heimsókn þeirra.

Siggi (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 12:13

17 identicon

Haltu bara áfram að lifa í fáfræði og þröngsýni, Siggi minn.

JK (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband