12.8.2008 | 19:06
Blússandi berjalönd
Ég hef varið undanförnum dögum í berjalöndum okkar hér fyrir norðan. Það hefur ekki verið önnur eins spretta í amk. 8 ár, allavega í krækiberjum. Ég hef tjaldað venjulega þrjár nætur á hverjum stað og náð allt að 2 lítrum á klukkutímann. Það er hægt að segja að hvergi líði mér betur en í berjamó enda friðsældin með eindæmum og veiðieðlið fær að njóta sín. Eina sem varpar skugga á friðsældina er þegar bílar flauta á mig en yfirleitt held ég mig fjarri alfaraleiðum. Berjatínslan hefur margvísleg áhrif á mig og tilhugsunin um sulturnar sem ég gef ættingjum og vinum er æsandi. Í ár hef ég hugleitt að reyna berjavínið sem ég hef oft ætlað mér að brugga en það er mikil vinna og nokkuð flókið ferli. Kynhvötin tekur hressilega við sér í berjalöndum þar sem enginn sér til manns og hægt er að haga sér eins og manni þykir þægilegast. Að koma við sig undir berum himni um hábjartan dag er engu líkt og hef ég kynnst líkama mínum nokkuð náið undanfarna daga. Þó verður að hafa hugann við efnið og berin tína sig ekki sjálf. Nú ætla ég að hvíla þessa viku þar sem fingurnir eru aumir og fjölskyldan kallar sömuleiðis. Svo er bara að sjá hverju af aflanum má koma í verð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.