16.8.2008 | 13:30
Bölvaðir bómullarsokkar
Það er ekki einleikið hvernig þetta lið ætlar að verða sér til skammar í dag gegn Dönum. Nú fáum við að líta leik upp á gamla mátann, alltaf möguleikar til að komast inn í leikinn en skrefið aldrei stigið. Þessi vörn verður ekki til af sjálfu sér og baslið í sókninni segir allt sem segja þarf. Danir þurfa ekkert að hafa fyrir þessu. Ég skil ekki hví Kúbumaðurinn knái er ekki með, og hvar er Garcia? Það vantar þessa menn með stóru tólin, það er helst Sigfús sem skartar einhverju til að tala um. Aðrir eru bara með halann á milli lappanna. Vonandi þurfum við ekki að horfa upp á þennan hroðbjóð mikið oftar.
Jafntefli gegn Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Polly (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 14:53
Jæja minnkur minn góður. Það er alltaf ljúft að láta svartsýna menn spá. Það verða allir svo glaðir þegar þeir reynast hafa rangt fyrir sér. Frammistaðan var góð.
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.