16.8.2008 | 22:57
Orka til einskis
Það vekur furðu að sjá íslensku leikmennina sóa orku sinni og krafti til einskis frá upphafi leiks. Menn steyta hnefa og spenna sig upp í öskrum og gargani í hvert sinn sem eitthvað gengur upp, ef vörnin tekur einn bolta eða liðið fær aukakast. Þá stökkva menn upp, arga og hlaupa milli manna til að slá hver í annan og láta eins og bestíur. Hvað ætli þetta kosti þá á orkureikningi þegar líður á seinni hálfleik, hvað þá þegar fer að koma að leikjum sem fara í framlengingu. Ég hef mestar áhyggur af Guðjóni "Travolta" Sigurðssyni og Sigfúsi "þrífæti" bróður hans hvað þetta varðar. Ég held hins vegar að reynsla Ólafs komi honum þarna til góða. Svo þykir mér leitt að sjá svo lítið af þessum nýju sætu, Björgvini og Sturlu. Ég kemst öll til þegar sláttur er á þeim. Logi er svosem myndarlegur líka en sem leikmaður er hann of líkur Patreki Jóhannessyni og af þeim manni hef ég vandræðalega persónulega reynslu svo það er eitthvað sem stuggar við mér þar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.