26.8.2008 | 16:01
Hver átti kippuna?
Að menn skilji eftir kippur af bjór á víðavangi er alveg forkastanlegt. Hvað ef Jóhann hefði ekki verið á ferðinni og stolið henni? Hvað ef börnin okkar hefðu komist þarna óséð í áfengið. Að umgangast áfengi fylgir ábyrgð. Skyldi þessi kippa hafa verið á boðstólum? Gæti Jóhann hafa seilst í bjórinn sem boðið var upp á í sölutjöldum víða um miðborgina? Mér finnst leiðinlegt til þess að hugsa að fólk þurfi að vera að hella í sig fyrir framan börnin en geti ekki drukkið sig fullt heima hjá sér eða inna á börum. Ef ég hefði sótt menningarnótt hefði ég skilið börnin mín eftir heima. Nógu snemma fá þau að fást við Bakkus.
![]() |
Uppgrip í dósasöfnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Ef ,,börnin okkar" komast óséð í bjórdós úti á götu, er eitthvað mikið að hjá foreldrum viðkomandi barna; ekki þeim sem skildi bjórinn eftir.
Sigurjón, 26.8.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.