Stutt í alvöru fellibyl

Ég er búin að biðja góðan Guð að forða því að hér geisi fellibylir eins og þeir gera í Ameríku. Ég er búin að kaupa svona gashitara í garðinn og nokkuð af litlum álfum og má ekki til þess hugsa að þetta fari á ferð og flug og jafnvel skemmist. Svo gæti þetta farið í rúður. Ég tek þó veðurfregnum með nokkrum fyrirvara og ætla ekki að láta glepjast aftur eins og í fyrravetur þegar ég var búin að binda gasgrillið, borð og stóla eins og kjáni þegar ekkert varð úr óveðrinu.


mbl.is Varað við vatnsveðri annað kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

en það er þó betra að vera búin að binda þó svo að veðrið komi ekki, hefði komið sér vel ef það hefði orðið úr því ;)

Sandra Gudmundsdottir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 19:25

2 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

neinei....

endilega taktu þeim með fyrirvara..

slepptu því bara að taka lausegt dót og binda það niður eða taka það inn

slepptu því bara að ath með niðurföll

slepptu því bara að pæla i þessu öllu saman..

en slepptu því þá líka að væla yfir því ef að eitthvað skemmist og slepptu þvi að reyna að fá það bætt

Árni Sigurður Pétursson, 15.9.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband