Meiri fíflagangurinn

Allir vita að dýr tala ekki. Páfagaukar komast næst því, fullreynt þykir með apana en að sóa ævistarfinu í hval er hreint fráránlegt. Að þekkja í sundur þrjá hluti telst seint samræðufærni. Auk þess eru óhljóð þau sem hvalir gefa frá sér svo hvimleið að leitun er að öðru eins. Eins gott að Hallur og Árni Johnsen lesa ekki þessa frétt.
mbl.is Hefur kennt hval að „tala"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvimleitt er að lesa þetta.

Sumir páfagaukar komast næst því að koma frá sér orðum líkt ég og þú. Mjög ólíklegt er þó að þeir viti hvað þeir eru að segja. Tungumál og samskiptahæfileikar er annað heldur en bara orðaflaumurinn sem við mannfólkið getum látið út úr okkur. Samskiptahæfileikar er að geta gert sig skiljanlegan til annarra sem venjulega skilja þig ekki. Í þessarri frétt þá er vísindamaðurinn að nota tungumál í hljóðum sem bæði hann og hvalurinn skilur meininguna á bak við. Hvorugur skilur þó megintungumál hvors annars (að því að við best vitum).

Spekingur (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 12:48

2 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

þetta blogg þitt er óþægilega innantómt. En hei, þú reyndir þó að vera fyndin.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 17.9.2008 kl. 16:49

3 identicon

Það er til hundur sem kann 200 nafnorð...

Gamli (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:35

4 Smámynd: Le Betiz

Mér sárnuðu orð þín, Birgir Hrafn. Allt þar til ég leit á bloggið þitt. Það er notarlega innantómt, en hey - þú reyndir þó að vera fyndinn.

Le Betiz, 17.9.2008 kl. 19:06

5 identicon

Ég hef nú bara gaman af svona körlum, sem nenna að standa í þessu.  Og svo er nú kannski ekki verið að sóa heilu ævistarfi í þetta.  Og öll svona vísindi eru bara skemmtileg og oft getur margt sprottið út frá svona tilraunum.  þetta er ekki verra en hvað annað....

Örvar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband