Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Til hvers í déskotanum?

Ég skil nú ekki til hvers verið er að kanna hug þjóðarinnar til þessa. Það er ljóst að mörgum er sama og fæstir hugsa út í framkvæmdina. Hvað þá er verið að setja þetta í samhengi við fyrri kannanir og reyna að lesa út úr því (sem reyndar sýnir ekki neitt) og síst af öllu að gera frétt úr þessu. Það er dýrt og tafsamt að kenna útlendingum Íslensku og allt til einskis: Þeir tala enga íslensku. Um leið og leyfið er fengið tala þeir sína útlensku og Íslendingar nenna ekki að reyna, það er til einskis að hafa samskipti við þá á stirðri íslensku. Þetta er bara hluti af landvinninga og grobb-stefnu Sjálfstæðisflokksins.
mbl.is Mikill meirihluti hlynntur íslenskunámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rætnar aðfarir

Ef eitthvað er hægt að segja um Ólaf F. Magnússon þá er það að hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Það er sorglegt að verða vitni að aðförum þeim sem birtast fyrst og fremst á netinu, oftar en ekki í skjóli nafnleyndar, en einnig í borgarstjórninni. Ólafur hefur ákveðnar skoðanir og skýra stefnu, hvar sem á honum er tekið. Hann hefur svarað Kárahnjúkamálinu að mínu viti skynsamlega og það er fullt samræmi í máli hans nú og í janúar þegar línur voru lagðar. Það rímar sömuleiðis við málflutning hans í borgarráði frá þeim tíma þegar hann var óháður og á sér í raun rætur í þeim leiðindum sem viðskilnaður hans við Sjálfstæðisflokkinn urðu. Hann kemur mér fyrir sjónir sem vel gefinn og vandaður maður sem kemur sterkari undan því oki sem lagt hefur verið á hann, bæði af borgarbúum og Sjálfstæðismönnum almennt. Mér finnst kominn tími til að hans persónu sé sýnd tilhlýðileg virðing og menn ættu að skammast sín fyrir að reyna sífellt að draga embættið niður í svaðið, taki þeir það til sín sem eiga það.


mbl.is Segja borgarstjóra fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurlæging

Svona skilti trufla mig alltaf dálítið þegar þau verða á vegi mínum. Það er niðurlægjandi fyrir konur í verkastétt að þurfa að starfa á karllægum vinnustöðum, hlusta á karllægar sögur og verða að lúta lögmálum karlmanna í einu og öllu. Oft er flautað á þær þar sem þær eru við vinnu sína og þessi skilti bæta gráu ofan á svart. Mér fyndist eðlilegt að fyrir hvert eitt karl-skilti kæmi eitt kven-skilti, hvort sem kona væri að störfum við skiltið sjálft eða ekki. Hér er við Vegagerðina, Samgöngu- og Iðnaðarráðherra auk fjölda verktaka að sakast. Karlmenn ættu að sjá sóma sinn í að ræða ekki áhugamál sín eingöngu á svona vinnustöðum og gera konum kleift að starfa SEM KONUM á hverjum vinnustað.
mbl.is Menn að störfum en líka konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingið er best geymt í fríi

Á svona stund er ekkert vit að kalla saman þing enda menn í lögbundnu sumarfríi. Það er þingmönnum best að fylgjast með álengdar og aðhafast sem minnst þegar efnahagslífið sveiflast eins og [******* ***** * ****** *****] og það er þægilegast. Ástandið réttist af sjálfu sér, það er margreynt. Hins vegar væri gaman að sjá útsendingar frá Alþingi, ég er að verða vitlaus á því að fylgjast með Rachel Ray og dr. Phil.

mbl.is Vilja að Alþingi verði kallað saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarmennska

Obama hlýtur að fá mikinn aulahroll með alla þá umfjöllun sem þessi heimsókn hans vekur. Það var ljóst að hana má rekja til þess að Bandaríkjamenn kváðust í könnunum treysta McCain betur en Obama til að sinna málefnum af þessu tagi. Það er líka öllum ljóst sem fjalla um fréttirnar að Obama vildi hvergi heldur vera en heima hjá sér enda er honum skítsama um Afganistan, Írak og Kóreu; hann ætlar sér heldur að beina sjónum inn á við og lái honum það enginn. En gaman að sjá hve fjölmiðlar virðast ætla að gleypa við þessu.
mbl.is Obama hittir Karzai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og eru þá ótaldir þeir sem unnu á eigin vegum

Þetta styður mál hæstvirts dómsmálaráðherra, ég veit um nokkra sem sinna löggæslu á eigin vegum á höfuðborgarsvæðinu nótt sem nýtan dag. Ekki þarf nema vökult auga eða hjálpandi hönd sem leggur lögreglunni lið með einum eða öðrum hætti; segjum símtal, aðgátsorð og leiðbeinandi atlot sem geta skipt sköpum á örlagastundu.
mbl.is 44 sinntu löggæslu á laugardagsnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óviðeigandi fyrirsögn til skammar

Hér í meðfylgjandi frétt má sjá hvernig fréttamenn vega gróflega að fyrirsætum vítt og breitt. Að fullyrða að ein starfsgrein sé heilaskemmandi elur á fordómum og nægir kunna þeir að vera fyrir. Hvernig þætti mönnum ef fyrirsagnir á borð við: Sjómannsstarfið heilaskemmandi, eða Heilaskemmdir í slökkviliðinu birtust í virtum fjölmiðlum. Þetta er í einu orði sagt til skammar!
mbl.is Fyrirsætustarfið heilaskemmandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband