Niðurlæging

Svona skilti trufla mig alltaf dálítið þegar þau verða á vegi mínum. Það er niðurlægjandi fyrir konur í verkastétt að þurfa að starfa á karllægum vinnustöðum, hlusta á karllægar sögur og verða að lúta lögmálum karlmanna í einu og öllu. Oft er flautað á þær þar sem þær eru við vinnu sína og þessi skilti bæta gráu ofan á svart. Mér fyndist eðlilegt að fyrir hvert eitt karl-skilti kæmi eitt kven-skilti, hvort sem kona væri að störfum við skiltið sjálft eða ekki. Hér er við Vegagerðina, Samgöngu- og Iðnaðarráðherra auk fjölda verktaka að sakast. Karlmenn ættu að sjá sóma sinn í að ræða ekki áhugamál sín eingöngu á svona vinnustöðum og gera konum kleift að starfa SEM KONUM á hverjum vinnustað.
mbl.is Menn að störfum en líka konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Anna Þórsdóttir

Sé alveg fyrir mér skiltið: VARÚÐ! konur að störfum... hormónar... HJÁLP!

Mamma hefur alltaf sagt að konur eru líka menn þannig að þetta truflar mig ekki, finst samt toppurinn þegar karlar fara að flæða inn í kvennastéttir til að mynda hjúkrun, þá var starfsheitinu "hjúkrunarkona" breytt í "hjúkrunarfræðingur" samt alltaf hjúkka fyrir mig Kanski að "ljósmóðir" verði "fæðingartæknifræðingur" eða "fæðingartæknir" ef einhver strákur myndi gerast svo djarfur að mennta sig á þessu sviði. 

Man samt alltaf strákinn sem bar stoltur titilinn: Smörrebrödsdama

Ragnheiður Anna Þórsdóttir, 23.7.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Guðjón Ó.

já og mannstu þegar kennslukona var breytt í kennari. Samt eru konur núna í miklum meirihluta í kennarastétt. Núna er þróun í að breyta í öfuga átt að mínu mati t.d. lögreglan í lögreglukona eða leikari í leikkona og söngvari í söngkona.

Guðjón Ó., 23.7.2008 kl. 11:04

3 Smámynd: Ragnheiður Anna Þórsdóttir

Svo má ekki gleyma því að æði mörg eru karlkynsorðin í íslensku sem notuð eru um bæði kyn.

t.d 

ég er stolltur íslendingur þótt kona sé en orð karlkyns

Ragnheiður Anna Þórsdóttir, 23.7.2008 kl. 11:26

4 Smámynd: Rúna Vala

Ég veit ekki með þetta með áhugamálin. Þetta er karllæg atvinnugrein og fleiri karlar en konur vina þar. Væri hægt að banna konum að tala um barneignir, túrverki, skálastærðir og skó á kvenlægum vinnustöðum eins og leikskólum?

Rúna Vala, 23.7.2008 kl. 12:20

5 identicon

Seinnast þegar ég viss þá voru konur líka menn, kannski hefur það breyst. T.d. í lögum  er alltaf talað um menn og ekki gert munnur á kynum. Menn og maður er nefnilega samheiti yfir alla menn jafnt sem karla, konur eða börn. Þótt orðið sé karlkyns í málfræðilegum skilningi þá á það jafnt yfir bæði kynin.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 15:40

6 Smámynd: Anna Lilja

Síðast þegar ég vissi þá var orðið "men" einungis notað yfir karlmenn en ekki kvenmenn líka eins og tíðkast í íslenskunni okkar.

Anna Lilja, 23.7.2008 kl. 21:08

7 Smámynd: Rúna Vala

Það er ekki hægt að líkja "menn" í íslensku við "men" í ensku. "Menn" er notað eins og "humen" í ensku. "Human kind"/"mannkyn"

Rúna Vala, 24.7.2008 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband