Fleiri tónleikum frestað vegna óreglu

Það er makalaust hve margir tónleikar eru settir af eða frestað um þessar mundir. Ég er sérlega svikinn um þessar mundir því ég hef í tvígang misst af tónleikum sem frestað var vegna óreglu og það er basl að fá endurgreitt ef maður á ekki kost á því að komast á áætluðum tíma. Erlendis framlengir maður ekki dvöl sína vegna þessa. En ég er vonsvikinn með Garðar. Ég ætlaði ekki á þessa hátíð en þetta er allavega engin landkynning. Ég vona svo sannarlega að frægðin sé ekki að leiða drenginn á glapstigu, aldrei frestaði karl faðir hans tónleikum.
mbl.is Æfur út í Garðar Thór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú vill svo til að ég þekki drenginn og ég get lofað því að hér er ekki um neina óreglu að ræða, Garðar verður seint vændur um það. Ef hann segist vera með eymsli í hálsi þá er hann með eymsli í hálsi, svo einfalt er það, og það er hættulegt að reyna á röddina þegar svo er. Faðir hans hefur alveg örugglega þurft að aflýsa tónleikum einhvern tímann á ferlinum vegna veikinda, það hafa allir söngvarar gert, enda þætti fólki það illa svikið ef það mætti á tónleika sem það hefur borgað fyrir til þess að hlusta á hálfraddlausan söngvara.

HelgaSoffia (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 11:01

2 identicon

Ef þú aflýsir á einum stað mætir þú ekki á næsta stað skömmu síðar og syngur, það er ákaflega ófagmannlegt og ég þekki nú vel til í þessum bransa og hef unnið með fjölmörgum óperusöngvurum, auk þess að þekkja marga þeirra mjög vel.

Sterrur (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband