Hvenær læra erlendir ferðamenn að keyra?

Ég er búin að fá mig fullsadda af hörmungarfregnum af ökulagi erlendra ferðamanna hér á landi. Ég er með í maganum í hvert sinn sem ég fer út af þjóðvegi 1 og hef dregið nokkuð úr ferðum mínum um landið af þessum sökum. Hver er ábyrgð bílaleiga í þessu sambandi? Það get ég sagt ykkur: Hún er engin! Hvað útlenskutalandi apaköttur sem er getur leigt jeppa og skundað út á veginn án þess að framvísa svo mikið sem geðheilbrigðisvottorði. Nú tel ég tímabært að Kristján L. Möller segi af sér og Sturla taki málin aftur föstum tökum!


mbl.is Erlendir ferðamenn veltu bíl á Bláfellshálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu, meira að segja þú getur leigt bílaleigubíl í nánast hvaða landi sem er án þess að framvísa geðheilbrigðisvottorði. Hvað er að yfirvöldum umferðarmála þar?

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 21:51

2 identicon

Enn og aftur Yarisfólkið.

gunna (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 22:50

3 identicon

Forystumenn umferðarmála á Íslandi er eitthvað sofandi gengi sem gerir lítið annað en að hirða launin sín frá hinu opinbera.Líttu tvisvar til hægri svo að vitleysingurinn á mótorhjólinu geti haldið áfram á sínum 200 KM hraða Taktu að ofan fyrir hálfvitanum með kraftpústið sem skynjar ekki að svefntími hans er ekki sami og annara.Er ekki kominn tími til að endurvekja gamla bifreiðaeftirlitið sem stóð vaktina með sóma fáliðað en þar slapp enginn í gegn með eitthvað múður. Er ekki kominn tími til að þessi svokallaða umferðastofa fari að vakna til að vakna en ekki til að sofna aftur og gera eitthvað í málunum

lelli (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 23:10

4 identicon

Umferðarstofa er það ekki eitthvað fyrirbæri sem er haldið hálfsofandi í öndunarvél?

gunna (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband