Ætti frekar að syngja gegn fátækt

Þessi fjölfætla er mér til mikils ama, hér út um eldhúsglugga dóttur minnar við Skólavörðustíginn. Hún gerir ekkert annað en að þvælast fram og tilbaka, rausandi og þusandi einhverjar útlensku. Henni væri hollara að syngja gegn fátækt og vekja athygli á aðstæðum hinna fjölmörgu útlendinga sem berjast í sárri neyð og skorti á götum borgarinnar. Mér skilst af frétt þessari að hér sé kominn afrakstur 10 ungmenna auk tveggja yfirmanna í hálfan annan mánuð og fyrr má nú vera. Ég veit að dóttir mín hefur gaman af fjölfætlunni og kærastanum hennar líka en ég læt hana fara í taugarnar á mér og er gáttuð á þessu framtaki Ólafs F. Magnússonar.
mbl.is „Íslensk fjölfætla með fálmara“ í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Einhvern veginn datt ég inná þetta fyrirbrigði í dag, líklega af neikvæðninni sem fylgir þessari persónu og það vakti með mér hugsanir eins og vanalega. Í raun átta ég mig ekki á hvort um er að ræða karl eða konu þó þessi bloggari kenni sig við lúmska frændann. Fibromyalgia eða vefjagigt (gigt með g ekki k :) hrjáir mun oftar konur en karla en það segir nú ekkert. Jæja ég er ekki eins nösk og ég hélt :) enda ekki oft sem konur nota svona dulnafn og útlit en ég sá núna þegar ég kíkti aftur á færsluna sem þessi athugasemd tengist að þú ert kona. Svo það er tilgangslaust að nefna Marbendil við þig þó þú sért sjávarlíffræðingur. En sumir mættu taka þá til fyrirmyndar, þegar þeir lenda á fólki segja þeir nánast ekkert, hlæja aðeins stöku sinnum og það ekki án ástæðu. Þeir vita greinilega um mistök og heimsku okkar mannanna, þegar hún blasir við augum skella þeir uppúr. En forðast okkur mannfólkið sem fyrst. Þú ert óvenjuleg kona og virðist gera flest til að fá alla upp á móti þér. Skondið.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.7.2008 kl. 00:34

2 Smámynd: Le Betiz

Ég skil mjög vel þennan leiða misskilning. Maðurinn minn á það til að skrifa líka á bloggið sem við eigum saman. Það sama hefur verið vesen þegar við svörum í síma.

Le Betiz, 20.7.2008 kl. 11:05

3 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Nei nei enginn misskilningur, þú ert kona eins og ég sagði  ég er ekkert reið, bara fannst þessi guli einhvern veginn passa við þig, en allt í góðu, eins og ég sagði ertu ansi skondin.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.7.2008 kl. 11:14

4 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ég ætla nú að reyna að fara að þegja í augnablik en gleymdi að nefna vandamálið með símsvörunina he he... Já það getur verið slæmt þegar enginn munur er á karl- eða kvenrödd haaa.....

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.7.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband