20.7.2008 | 11:35
Gott á sunnlendinga - þeir vita ekki betur
Það er gott að besta veðrið er alltaf hér fyrir norðan. Sérstaklega er gaman að fá svona fregnir af veðri þegar viðbúið er að ættingjar og vinir streyma að sunnan til að njóta veðurblíðunnar hér og í dag á ég með kaffinu og fagna hverju innliti. Hins vegar ætla ég að sleikja sólina framan af degi og sætti mig ekki við minnstu truflun. Það er hins vegar gleðilegt að sunnlendingar fá rigningu og NÓG af henni, það er svo gott fyrir kartölfunar. Skelfing sem ég er orðin leið á þessum stóru, útlendu kartöflum. Þær eru svo undarlegar á bragðið. En komið norður og njótið sólar og veitinga hjá mér.
Þykknar upp vestantil í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.