21.7.2008 | 11:11
Aumingjar!
Ég skil ekki að þessi boðsundshópur geti kallað sig menn eftir svona smámn; mynda sig bera að ofan og hafa eflaust eytt ófáum klukkustundum fyrir framan spegilinn en hvað hafa þeir gert? Ekkert! Benedikt Hjartarson gerir þeim öllum skömm til: Hann synti þetta einn í einum rykk en þeir "treysta sér ekki" til að leggja í hann 10 saman. Hver þeirra er því ekki 1/10 þess manns sem Benedikt hefur að geyma. Þó er Benedikt fjörgamall maður. Hversu miklir aumingjar mega þessir "menn" þá kallast? Ég öfunda ekki konur þeirra eða aðstandendur sem þurfa nú að taka á móti þeim með halann á milli lappanna.
Synda ekki boðsund yfir Ermarsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
HEFUR ÞÚ SYNT Í NAUTHÓLSVÍKINI?
Þetta eru ósæmileg ummæli og ættir þú að skammast þín fyrir svona fullyrðingar, því það eru aðrir en sundfólkið, sem ákveða hvort synt verður þann daginn eða ekki. Sund af þessu tagi er háð leyfum og óhemju kosnaði við fylgdarbát og eftirlitsmenn, til að staðfesta löglegt sund. Sjálfur var ég í sept 2006 með Benedikt Lafleur í 11 daga og fengum við aldrei tækifæri til að fara einu sinni af stað. Síðasti gluggin sem virtist ætla að gefast, á næst síðasta degi okkar þar þá, eftir átta daga bið, lokaðist á sömu stundu og við vorum mættir um borð tilbúnir til að fara yfir, eftir stilt og gott veður um nóttina og var þá spáin um eins veður allan daginn, en er við mættum um borð þá sagði skipstjórinn því miður það er orðið of hvast og of mikili alda svo við förum ekki að sinni. Þar með var draumurinn úti.
Ég hvet þig til að biðjast afsökunar á þessum ummælum þínum því þau eru afar ósmekkleg.
Jón Svavarsson, 21.7.2008 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.