Afar dapurlegt en þó enn von?

Það er ekki útilokað að leitað verði til Guðjóns áfram um faglegar ákvarðanir hjá liðinu; tvíburarnir eru góðvinir Guðjóns og þetta fyrirkomulag gefur færi á samstarfi við Guðjón, svo lengi sem hann tekur ekki við stjórn annars liðs í deildinni. Mig grunar samt að Guðjón leiti heldur til einhvers stórliðanna á Englandi eða á Ítalíu. Helst hefði ég viljað sjá hann halda áfram með Skagamenn og held í voninna um að þetta fari allt vel að lokum, hann snúi aftur til starfa þar og þessi ósköp hafi bara verið ákveðin í hita leiksins eða í stundarbrjálæði. Ég vona það og bið þess. Það er eitthvað við þessa tvíbura, ég treysti þeim einhvern veginn ekki.
mbl.is Guðjón hættur með ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"...að leitað verði til Guðjóns áfram um faglegar ákvarðanir"? Þú hlýtur að vera að grínast. Því fjær sem Gaui er fótbolta þeim mun betra.

Friðrik Þór Guðmundsson, 21.7.2008 kl. 11:26

2 Smámynd: Le Betiz

Jú, eðlilegast væri að hann fengi að vera með í ráðum því víst þurfa tvíburarnir að byggja á þeim grunni sem hann hefur reist og í raun halda hans starfi áfram. Þeir eru nú einu sinni af hans skóla og fara varla að taka u-beygju í málum liðsins. Það er skítt að skipta um hest í miðri á en verra að snúa við og byrja upp á nýtt.

Le Betiz, 21.7.2008 kl. 11:32

3 Smámynd: Sæþór Helgi Jensson

nei hann mun ekket hjalpa þessu ía liði. vona að hann taki við einhverju liði í landsbanka deildinni hk vantar góðann mann með hinum sem ég man ekki hvað heitir og vona þá að hk vinni ía og jarði þá í 1 deild.

Sæþór Helgi Jensson, 21.7.2008 kl. 11:39

4 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég held að þú gætir ekki fundið ólíkari menn hvað varðar áherslur í fótbolta og bara sem karaktera en tvíburana og Guðjón. Efast um að þeir haldi áfram með varnarboltann sem hann lagði upp með.

Egill Óskarsson, 21.7.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband