Úr umferð

Ég las þessa úttekt sem ferðamaður á leið minni til landsins í vor og staldraði nokkuð við þessar nafngiftir bæja um landið og mér var ekki skemmt. Þarna var ýmislegt sem ég vel skilið að særi. Mér sárnaði nokkuð að sjá mína gömlu borg, Reykjavík fá nafnið City of Fear sem er aldeilis ekki til sóma og í raun til skammar. Heldur verri útreið fá Suðurnesja menn (eins og segi í kvæðinu "Ekki bara spauga með þá útnesjamenn..") - að kalla Reykjanesbæ City of Gett me out of Here er eiginlega óskiljanlegt! Skrítnara þykir mér ef íbúar ætla að taka þessu þegjandi. Nafnið er eins mikið rangnefni og hugsast getur. Fólk sem býr í Reykjanesbæ gerir það ekki að gamni sínu og fæstir eiga þess kost að "flýja" þaðan. Fáir ferðamenn kynnast bænum svo nafnið kemur þeim ekki við. Annað sem ég skil ekki er að Egilsstaðir fá nafnið City of Queer sem segir sig sjálft að hlýtur að særa einhvern. Staðinn er ekki hægt að kalla höfuðstað samkynhneigðra á Austurlandi með réttu, það á kannski við upp að litilu marki en það er kolrangt að kynna bæinn þannig. Forsvarsmenn blaðsins ættu að sjá sóma sinn í því að taka þetta úr umferð hið snarasta og biðjast afsökunar.


mbl.is Saklaust grín eða ferðamannafæla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHHA.... væl...

Ólinn (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 10:56

2 identicon

Væl Væl Væl,

do you like the smell of your fart ? I think you do.

Rikhard Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 11:10

3 identicon

Þegar skrifað er "Place to get me out of here" er þá ekki verið að tala um að Keflavík sé þaðan sem farþegar fljúga frá Íslandi? "Staðurinn sem kemur mér úr landi"??? Er það ekki hárrétt? Keflavíkurflugvöllur er staðurinn sem flugvélarnar taka í loftið og fara með túristann til baka? Hvaða blygðunarkennd er verið að særa með því?

joi (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband