Dónaskapur í Spalar-boxinu

Það er gaman að heyra að fólk taki höndum saman og láti þessa glæpamenn í boxinu heyra það. Ég hef fengið mig fullsadda af þeim dónaskap og virðingarleysi sem mér hefur verið sýnt í gegnum tíðina þegar ég fer um göngin, þ.e. þar til ég fékk mér áskrift. Síðan þá hef ég oftar en ekki grýtt eggi eða flautað þegar ég á leið hjá og þarf ekki að stoppa. Ég hef verið kölluð nöfnum í þessu boxi sem ég vil ekki hafa eftir hér, barnanna minna vegna en hvet þess þá heldur alla til að standa uppi í hárinu á þessum Spalarmönnum og láta þá heyra það.
mbl.is Dólgslæti og dónaskapur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki líka talað um að það ætti bara að borga göngin upp með þessum tollum? Á 10 árum hlítur það að vera búið og mætti alveg lækka kostnaðinn þannig að það sé hægt að reka göngin án einhvers svaka hagnaðar...

steini ego (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 16:35

2 identicon

Merkilegt að lesa þetta hjá þér, sér í lagi að sjá að þú skulir vera að kasta eggjum þegar þú keyrir framhjá. Skildi þessi Moggafrétt vera um þig? Ert þú þessi sem ert með dólgslæti og dónaskap? Barnanna þinna vegna ættirðu að keyra Hvalfjörðinn.

Hneykslaður á þér (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 16:39

3 identicon

þessi frétt var um fólk sem var með dónaskap út af verðinu og "Fólkið í boxunum" getur ekkert gert í þeim svo þetta er óviðeigandi comment

Nafnlaus (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 16:40

4 Smámynd: egvania

Meinarðu þetta ertu að kasta eggjum og flautarðu.

Þú vilt ekki birta þau illu nöfn sem þú hefur verið kölluð barnanna þinna vegna og get ég vel skilið það, en hvar eru börnin þegar þú grýtir eggjunum.

Ég tek þessu sem hverju öðru gríni hjá þér, ekki satt ?

Kveðja Ásgerður

egvania, 24.7.2008 kl. 16:43

5 Smámynd: Le Betiz

Ég hef bara tvisvar grýtt eggjum enda ekki oft sem þau eru við höndina á ferðum mínum um landið.

Le Betiz, 24.7.2008 kl. 16:50

6 identicon

Vá... Það að fólk eins og þið fáið að fjölga ykkur kemur mér alltaf spánskt fyrir sjónir. Fólk sem ekki getur haft minnstu stjórn á skapinu ætti að gelda, senda til Breiðuvíkur og læsa þar inni :) með fullt af eggjum svo þið getið grýtt hvort annað.

Hvort sem þú varst að grínast og hefur aldrei  grýtt eggjum skiptir mig engu máli. Ef þú ert sú manneskja sem hvað best hefur stjórn á sínu skapi þá sleppur þú við að vera send til Breiðuvíkur en hinir fara :)

Fyndið hvað fólk verður alltaf að missa sig yfir minnstu hlutum "HA! Kostar 1000 kall í göngin? Ertu að meina það? Hvað ertu fáviti?" þetta hljómar og ómar gegnum göngin og börnin í aftursætinu... Svo spyrjum við okkur hvers vegna fólk tali um virðingarleysi? Ha!

Þetta er stórkostlegt. Í orðum Rottweiler hundsins "Ég elska fólk" því án þess þá væri lífið ekki eins skondið(séð utanfrá bakvið skothelt gler) 

Hallur (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 17:28

7 identicon

Hvernig vildi það til að fólkið í boxinu var með dónaskap við þig? Í þau tugi skipta sem ég fór þarna í gegn áður en ég fékk mér áskrift hefur fólið ekki sagt stakt orð annað en góðan daginn/kvöldið.

Ég vona barnanna þinna vegna að þau hafi góða kennara til að ala þau upp.

Karma (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 19:44

8 Smámynd: Le Betiz

Mér sárnar þessi síðasta athugasemd en þannig var annars mál með vexti að ég hafði unnið langan dag og lenti í orðaskaki vegna aukagjalds vegna fellihýsis sem ég hafði í eftirdragi. Það vatt heldur upp á sig. Annað sinn var mér og vinkonu minni bannað að fara í gegn á reiðhjólum þegar við vorum á leið frá Reykjavík vestur á Snæfellsnes. Það átti að lengja ferðina sem svarar næstum dagleið þótt umferð væri engin. Eftir það hef ég alltaf flautað á boxið.

Le Betiz, 24.7.2008 kl. 19:56

9 identicon

Þú vildir sem sagt fá frítt fyrir þjónustu sem aðrir þurfa að borga fyrir og síðan fá þjónustu sem ekki er í boði. Fyrirgefðu ef ég er að dæma þig en ég geri fastlega ráð fyrir að afgreiðslufólkið hafi ekki byrjað á dónaskapnum.

Þú stærir þig af því að henda eggjum í starfsmannaaðstöðu þessa fyrirtækis þó að starfsmaðurinn sem var dónalegur við þig lendir örugglega ekki í því að þrífa það upp heldur einhver allt annar.

Þú virkar stolt af þessu vægast sagt barnalega skemmdarverki þínu og lýsir það þér bara.

Ég ætlaði nú ekki að særa þig með þessu kommenti mínu en ég stend við það að ég vona að börnin þín hafi einhverja fyrirmynd sem kennir þeim að svona hegðun er í lagi.

Karma (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 20:09

10 identicon

Þetta hlýtur að vera grín.

Getur verið að fólk hagi sér svona?

Óli (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband