Eftirsjá af góðum dreng

Fyrstu fregnir af þessu brotthvarfi Gísla vöktu fögnuð hér á heimilinu en þá fór ég að leggja málið niður fyrir mig og komst að því að fátt má að Gísla finna. Hann hefur starfað af heilindum að því er ég fæ best séð, tillögur hans um öldrunarmál og menningarmál voru góðar og eru að skila sér, afraksturinn mun hann þó varla koma til með að sjá - eins og segir: Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Ég mun sakna Gísla og vona að nýtt líf uppfylli væntingar hans og þrár, honum leið greinilega ekki eins vel og glaðlegt yfirbragðið gaf til kynna. Það er gott að mennta sig, ég veit ekki alveg hvað þetta "urban politics" er og það er best að Gísli kynni þetta fyrir okkur á síðunni sinni þegar þar að kemur. En ljóst er að við missum hér einn okkar fremsta mann í borgarmálunum, mann sem hefði getað náð alla leið, framtíðin brosti við honum en svona getur farið þegar minnst varir.
mbl.is Gísli Marteinn hættir í borgarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband