Vandræði í einkalífinu

Það er gaman að sjá gamla félaga á skjánum. Við hjónin þekkjum Wilbek og frú af allt öðrum vettvangi en íþróttanna en höfum átt góðar stundir saman gegnum tíðina, farið út að borða á Stokkseyri meira að segja en aðallega í Danmörku. Ég hef haft nokkrar áhyggjur af Ulrik í vetur og held að hann sé leiður eða undir óeðlilegu álagi, hann leggur meira að segja leikskipulagið að miklu leyti í hendur markvarðarins Hvidt. Heimili þeirra hjóna er yndisleg vin að heimsækja og danskara og er fyrir mér eins danskt og það gerist. Nú hef ég lítið heyrt í Ölmu konu hans í sumar og varla síðan í fyrrasumar og hef illan grun um vandræði í einkalífinu. Því þótt mér átakanlegt að fylgjast með honum í dag þegar allt vann honum í óhag og hann gat enga björg sér veitt. Ég óska honum allra heilla.
mbl.is Wilbek æfur í leikslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aldeilis sem þú ert góður vinur. Deila því með þjóðinni að þú haldir að það sé vandræði í einkalífinu hjá þeim.

Ég vona að hann eigi betri vini en þig að... 

hanna (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband