31.8.2008 | 00:40
Ætti kannski að snúa sér að öðru
Það er leiðinlegt að sjá hvernig lánadrottnar fara með mann sem hefur sýnt alþjóð fram á ótrúlegan árangur og hverju menn fá áorkað ef þeir ætla sér það. En kannski er nú kominn tími til að leggja árar í bát. Að hugsa sér hvað slíkur eldhugi gæti gert á vettvangi stjórnmála. Eða sem ráðunautur. Auk þess hafa fjárbændur það ekki sem best nú í haust og varla hægt að reka bú nema með tapi.
Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ótrúlegur jaxl! Maður með svona skapgerð legst ekki í kör þó honum verði rúllað af landareign sinni og skilinn eftir út í rassgati!
Ég er sammála þér að hann á heima á vettvangi þar sem hann gæti hjálpað öðrum að finna von í þeirra "von-lausu" aðstæðum, hverjar sem þær eru! Fólk á það til að gefast upp við minnsta mótlæti en hér er maður sem sannar að hugurinn er okkar sterkasta vopn.
Arnar (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 07:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.