Á heimili mínu var samþykkt að dregið yrði úr losun

Eftir hádegisfund helgarinnar var það einróma samþykkt að heimilsfaðirinn drægi úr losun, ekki síst utan veggja heimilisins. Ekki er annað að sjá en að það ríki sátt um niðurstöðuna, þó síst hjá heimilsföðurnum sjálfum.
mbl.is Samþykkt að draga úr losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verst fyrir Cynthiu og börnin

Það er agalegt hvað þessi fíkniefni geta komið mönnum í bobba. Hvað gerir Cynthia nú með börnin 3? Ég var alveg viss um að hann væri eitthvað skrýtinn maðurinn þegar hann var í Kastljósinu hér um árið, alveg fékk það á tilfinninguna um leið. En hvaða blaðaskríbent velur að kalla Íslandsvininn fífl?


mbl.is Steve-O á geðheilbrigðisstofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning um endurskilgreiningu

Dow Jones er ekki sama vísitala og fyrir tveimur árum. Það er alveg upp í vindinn að draga ályktanir af þessum samanburði.


mbl.is Dow Jones ekki lægri í tæp 2 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona fer þegar Ulveus kokkálar Anderson

Það vita allir að Benny Anderson er skapmaður og af þvi sem sést er hann bæði langrækinn og þver. Það er búið að bjóða meðlimum ABBA gull og meira gull fyrir það að koma saman aftur og aftur en allt strandar þetta á Benny. Kókaínið sem flæddi yfir Svíþjóð í upphafi 9. áratugarins veitti mönnum óþrjótandi sjálfstraust og partíið virtist endalaust. Í bókinni Does your mother know (Björn Ulveus, Knud Johanson ofl. 1998) kemur fram að skotturnar tvær hafi brugðist sjálfum sér svo algerlega auk þess sem skap Bennys kallaði fram það versta í öllum (að mati Björns). Svo þekkja menn framhaldið. Við sáum flest hvernig fór fyrir Stjórninni!


mbl.is Aldrei saman á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar voru Kára-menn í kvöld?

Eins og Fjölnismenn eru glæsilegir á velli er ekki hægt að segja það sama um liðið sem fylgir þeim. Það var því gaman að sjá engan mann ofurölvi á pöllunum í kvöld, engan fatlaðan og engin dólgslæti; það kom ekkert fíkniefnamál til kasta lögreglu, enginn svívirti dómarann og því er von að við spyrjum: Hvar voru Kára-menn?


mbl.is Fjölnir burstaði HK, 6:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan lýsir eftir karlmanni - segir ansi margt

Sú var tíðin að lögreglumenn urðu að vera 190 á hæð, yfir 100 kg og hórufærir í glímu. Nú er öldin önnur. Nú sjást lögreglumenn á stærð við Valtý Björn, menn sem bera á sig dagkrem og nostra við skeggið eins og Arnar Gauti. Það kom að því að karlmennskuímyndin þurfti það sem kallað er karlmenni. Mann eins og Geir Jón, mann eins og Grétar Mar, mann eins og Árna Johnsen.


mbl.is Maðurinn fundinn
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Verst hvað dómarar taka Skagamenn fyrir

Gríndavík átti þennan leik þegar á allt er litið. Verst að þeir geta aldrei eignað sér heiðurinn fyrir þetta þar sem allir vita það að Skagamenn tapa aðeins vegna óvildar dómara sem leggja þá í einelti sundur og saman. Það verður það sem stendur upp úr þegar Skagamenn falla í haust, gulir sem lauf, en Grindvíkingar halda sér.
mbl.is ÍA - Grindavík, 1:2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sauðkindin - tákn frelsis

Það þekkir hvert mannsbarn á Vesturlandi söguna um Surtlu og Hákon sem fór hvað verst út úr eltingarleiknum, að minnsta kosti þeir sem fæddir eru á síðustu öld. Lengi hefur íslenska sauðkindin, tákn frelsisins, mannvitsins og ævintýraþrárinnar átt sér vísan stað í hjörtum okkar en nú vil ég sjá fleiri hausa, að minnsta kosti einn í hverju byggðasafni. Hver hreppur á sínar hetjur. Hins vegar er brjóstmyndin af Sturlu Böðvarssyni við Vesturlandsveginn til skammar!
mbl.is Tákngervingur frelsis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akranes! Tími til kominn að vakna

Þegar Hvalfjarðargöngin voru opnuð breyttist menningin á Skaganum í að vera fullkomlega eðlilegt sveitasamfélag í að vera bæli þar sem reykvískir dópsalar ráða ríkjum. Þeir hafa fært út kvíarnar þar sem húsaleigan er lægri, bótakerfið er virkara og laganna verðir sofandi. Aldrei hefur mælst hærra hlutfall af fólki í neyslu á skaganum og nú. Mér finnst að Spölur eigi að greiða Akranesbæ skaðabætur fyrir þetta mannvirki þar sem þeir náðu að  eyðileggja fullkomleg eðlilegt bæjarfélag.
mbl.is Erilsöm nótt á írskum dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svik og prettir í íslenskri getspá

Síðan hvenær er það frétt að enginn fær vinninginn í Lottó?

Það fær aldrei neinn vinning í þessu Nígeríu-svindli. Hann Vignir makar samt krókinn með bros á vör þegar hann les lottótölurnar enda fær maðurinn launabónus ef vinningurinn gengur ekki út.

Hvernig væri að skatturinn færi að skoða þessa lottó-þuli og láti Jón Ólafs í friði....þar liggur hundurinn grafinn!


mbl.is Enginn með allar tölur réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband