Færsluflokkur: Bloggar

Benedikt við kabyssuna stóð - í kröppum dansi

Alltaf er gaman að lesa fregnir af atvikum þar sem íslenski lopinn kemur að góðum notum. Það er uppsveifla í sölu lopaafurða um þessar mundir en fókusinn er alltof sjaldan settur á eiginleika ullarinnar. Hugsa sér að það eru ekki nema um 10 ár síðan þetta var nánast verðlaus afurð en ég held að allir eigi sér sögu af því þegar íslenska ullin kom til bjargar á ögurstund. Það má svo sannarlega segja að það komi hér fram í harmsögu Benedikt Ásgeirssonar, fjölskyldu hans og útliegubúnaðarins.
mbl.is Rauk upp á þak til að slökkva eldinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er nóg komið!

Ég hef verið dugleg að ferðast með fjölskyldunni um landið í sumar og verið einstaklega ólánleg með veðrið. Þótt víðast hvar hafi verið sólríkt í sumar hefur alltaf verið hálfgerður kalsi í kringum okkur, hvort heldur það var í sumarhúsinu í Skorradal eða á tjaldstæðum á Vesturlandi. Ýmis var þá svalt og hálfgerður strekkingur eða það naut engrar sólar. Nú vil ég fara að fá mitt, fá minn hluta af þessu sumri sem senn er á enda og jafnvel ná mér í smá lit. Ef menn geta ekki séð til þess að fólk geti byggt á spám Veðurstofu Íslands og hagað sínum áætlunum eftir þeim má allt eins leggja þessa stofnun niður. Það hefur ekkert gengið upp í sumar, ekkert, og það er bara ekkert hægt að lesa í veðrið eftir þeim upplýsingum sem birtast á vedur.is. Getur verið að stærri aðilar í ferðaþjónustunni hafi þarna áhrif?


mbl.is Veður fer kólnandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líka bannað í Breiðholtinu

Það er gaman að sjá hve við Íslendingar erum framarlega þegar kemur að ásýnd borgar og virðingu við mannvirki. Ég vil nefna tvennt. Í fyrsta lagi hefur verið bannað að sofa á götunni í Breiðholtinu síðan 1988, þá lögðum við Gummi og Haffi okkur á göngustíg rétt við sundlaugina en höfðum ekki sofið lengi þegar við vorum hirtir upp og teknir upp á Fellastöð. Hitt er það að árið 2000 var ég handtekinn fyrir að hafa klifrað upp á eina af styttum bæjarins til að njóta sólar og fá mér hressingu. Mér þótti nóg um á sínum tíma en nú fyllist ég stolti þegar ég les um að stórborgir Evrópu líti til okkar Íslendinga og læri af siðum okkar.


mbl.is Bannað að sofa á götunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að huga að íslenskum skólum?

Icelandic Business Forum ættu kannski að beina sjónum að Vogaskóla t.d., þar sem skólalóðin er til skammar og foreldrar eru orðnir langeygir eftir aðgerðum. Borgarstjóri kom við þar í vor og fyrirheitin voru falleg en síðan hefur lítið gerst og nú líður að skólabyrjun aftur og á þetta að ganga svona lengi? Ég held að Kínverjar séu nógu margir til að sjá um sína skóla sjálfir. Mér er ofboðið.
mbl.is Íslendingar reisa skóla á skjálftasvæðinu í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nú ekkert!

Einu sinni var jarðskjálfti upp á 6,3 á Richter í Hveragerði. Þá var sko hasar, tjón og meiðsli. Þetta var ekkert miðað við það, varla að maður yrði var við þetta. Smákippur. Rétt svo að páfagaukurinn varð órólegur.
mbl.is Jarðskjálfti á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsa sig tvisvar um

Þessi skipti væru bara Newcastle í hag, West Ham í óhag. Nú væri gaman að heyra hvað Newcastle-aðdáendum finnst, séu þeir nokkrir eftir, en Duff er maður sem átti sínn tíma og dettur ekki inn aftur.


mbl.is Keegan sagður tilbúinn að láta Duff í skiptum fyrir Ferdinand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðinlegt!

Það hefði verið ótrúlegt ef fyrirætlanir Reagans hefðu gengið eftir, eftir því sem Lammerding upplýsti. Það eina sem stendur eftir þennan leiðtogafund er lagið Moscow Moscow.
mbl.is Nancy Ruwe látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri tónleikum frestað vegna óreglu

Það er makalaust hve margir tónleikar eru settir af eða frestað um þessar mundir. Ég er sérlega svikinn um þessar mundir því ég hef í tvígang misst af tónleikum sem frestað var vegna óreglu og það er basl að fá endurgreitt ef maður á ekki kost á því að komast á áætluðum tíma. Erlendis framlengir maður ekki dvöl sína vegna þessa. En ég er vonsvikinn með Garðar. Ég ætlaði ekki á þessa hátíð en þetta er allavega engin landkynning. Ég vona svo sannarlega að frægðin sé ekki að leiða drenginn á glapstigu, aldrei frestaði karl faðir hans tónleikum.
mbl.is Æfur út í Garðar Thór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona fer amfetamínið í þær

Það er rosalegt hvað amfetamínið getur hrært upp í fólki, sérstaklega í umferðinni. Ég hugsa að stúlkur á spítti séu varasamastar í umferðinni en þó vanda þær sig yfirleitt við aksturinn. Það eru bara svo sorglega margar Suðurnesjameyjar á kafi í neyslu að maður spyr sig hvar þetta endar. Annars má ekki gleyma því að það eru alls ekki allar stúlkur á Suðurnesjum í neyslu. Eftir því sem þær eru yngri lækkar hlutfallið nokkuð, sem betur fer. Mildi var að ekki fór verr í nótt.
mbl.is Tekin á 199 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt fyrir þættina - eða hvað?

Nú er búið að auglýsa nýja seríu um fjölskylduna hressu sem ýmislegt hefur gengið á hjá í gegnum tíðina. Hversu mikið má leggja á eina fjölskyldu? Sharon hefur verið í krabbameinsmeðferð undanfarin 4 ár og Ozzy er eins og hann er. En gaman verður að sjá hvernig fjölmiðlar snúa sig út úr þessu; verður sent út úr fangelsinu og heimili Osbourne-fjölskyldunnar; sjáum við systkinin Jack og Kelly heimsækja móður sína og berjast fyrir rétti hennar; hver mun sjá um Ozzy sem hugsa þarf um eins og lítið barn? Maður getur ekki beðið!
mbl.is Neitað um lausn úr fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband