Færsluflokkur: Lífstíll

Mildi að ekki fór verr

Ég var slegin þegar ég las um hana Ásdísi sem ég hef allajafna gaman af að fylgjast með. Ævintýri hennar eru sannarlega æsileg en nú dró ský fyrir sólu. Æxli við eggjastokkana. Og blæðingar. Mér varð strax hugsað til Garðars og velti því fyrir mér hvort hann hefði ekki átt að láta þennan samning vera. Þetta er óvíst að hefði gerst í Svíþjóð. Við vonum að fjölskyldan hafi það sem best og að Ásdís haldi áfram skrifum sínum hér.


mbl.is Ásdís Rán í bráðri lífshættu í Búlgaríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti kannski að snúa sér að öðru

Það er leiðinlegt að sjá hvernig lánadrottnar fara með mann sem hefur sýnt alþjóð fram á ótrúlegan árangur og hverju menn fá áorkað ef þeir ætla sér það. En kannski er nú kominn tími til að leggja árar í bát. Að hugsa sér hvað slíkur eldhugi gæti gert á vettvangi stjórnmála. Eða sem ráðunautur. Auk þess hafa fjárbændur það ekki sem best nú í haust og varla hægt að reka bú nema með tapi.
mbl.is Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Land Arnars Gauta

Svíar eru nú meiri fíflin. Það mætti halda að straujárnsframleiðendur væru að gera grín að Svíum með þessari könnun sem ljóst er að enginn annar hefði tekið alvarlega. Norðmenn eru mun smekklegri í klæðaburði en Svíar (nú tala ég um karlmennina) og margir Svíar hugsa ekkert um hárið á sér, ógreiddir og illa rakaðir. Svo hlæja þeir að Finnum. Sá hlær best sem síðast hlær. Ég held að íslenskir karlmenn ættu frekar að líta til Noregs þar sem menn greiða sér, þrífa en nota ekki dagkrem eða taka þátt í einhverjum stelpuleik. Mig hefur lengi grunað að þessi Arnar Gauti væri sænskur.
mbl.is Svíar telja sig snyrtilegasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnavernd í málið

Mér er spurn hví barnaverndarnefnd er ekki sett í málið þegar foreldrar sækja börn sín undir áhrifum fíkniefna, hvort sem þeir eru akandi eður ei. Það ætti að svipta svona fólk forræði þegar forgangsröðunin er öll úr skorðum. Það hefur heyrst að þessi móðir hafi áður komið í undarlegu ástandi inn í stofnuna.


mbl.is Hald lagt á sportbílinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvatt til lauslætis

Það er von að svona lágkúra veki athygli, þetta er e.t.v. sú landkynning sem landsmenn vilja helst - getum við verið stolt af þessu? Ég er fyrst til að fagna ástinni og öllu því sem hún gefur best af sér en svona opinber kynlífsvika sem stofnað er til af bæjarstjórn til að sleppa öllum hömlum og láta undan eigin fýsnum er eitthvað annað. Ég veit að þau börn sem koma undir í svona svalli eru þvi marki brennd alla tíð. Skyldi vera gaman hjá þeim börnum sem öll eiga afmæli í sömu vikunni að átta sig á því þegar þroskinn kemur að þessir samliggjandi afmælisdagar eru eftir allt engin tilviljun? Það hlýtur að grafa undan þeirri tilfinningu að hver og einn sé sérstakur. Hvaða hjónaband eða ástarsamband þolir það að "allt sé opið" eina viku á ári? Ég veit það að makaskipti og kynlífsleikir geta rifið hjónabönd og lagst á sálir, skilið eftir seingróin sár. Þá er ónefnt það sem getur átt sér stað þegar áfengi er haft um hönd. Ég vona að Bolvíkingar sjái að sér, fari varlega í ástarleikina, haldi þeim fyrir sjálfa sig og INNAN HJÓNABANDS og hugi að því hvers lags landkynning sé vænlegust.

Svona fer

Það er mátulegt að fólk læri að það á að koma vel fram við dýrin. Nautaat er siðlaus skemmtun líkt og hanaat og hundabardagar og þetta sýnir að þeim hefnist sem gaman hafa af því að fara illa með dýr. Ég er fegin því að svona lagað er ekki stundað hér á landi og óska þess að þetta verði til þess að nautaat verði bannað í framtíðinni. Þetta á ekki heima í siðmenntuðu samfélagi.
mbl.is Nautaatshringur hrundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að heyra - Varst þó elginn

Það er gaman að heyra af forsætisráðherra á léttum nótum eftir gráa mynd af Geir í fjölmiðlum undanfarið misseri. Mér stendur uggur af þessum elg og er ekki alveg rótt að vita af forsætisráðherra í elgaskógi. En ég vonast til þess að mbl og fjölmiðlar leggi meira í fréttir af þessu tagi. Lesendur fá að kynnast mannlegri hlið forsætisráðherra og öðlast samkennd með honum. Gaman væri að kynnast fleiri ráðherrum á sama hátt. Ég óska hjónunum ánægjulegs frítíma og bið þau að fara að öllu með gát! 
mbl.is Geir heimsækir vini í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æðislegt sjónvarpsefni

Ég hlakka mjög til að horfa á samantekt þessarar helgar í sjónvarpinu. Það kemur mér til að horfa á hina skapmiklu amerísku karlmenn píska áfram stríðalda íslenska hlunka. En það sem er merkilegast við Hell Weekend er hin gríðarlega samstaða og hópeflið sem þetta skilar. Menn og konur vinna sem ein heild og allir styðja hver annan út í hið óendanlega og í lok helgarinnar er það þetta sem stendur upp úr: Eintómt væl um það hve hópurinn hafi staðið sig vel "sem hópur" og þótt fólkið hafi engan sjálfsaga til að koma sér í form sé markmiðinu helst náð með hópandanum.
mbl.is Án svefns í 36 stundir í æfingaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplestur á blogginu mínu

Þar til forsvarsmenn mbl-bloggsins gefa kost á upplestri á bloggsíðum mbl líkt og boðið er upp á í fréttum hef ég ákveðið að gera lesendum kleift að hlusta á mínar færslur og með minni röddu. Skammt er í að fyrstu drög að þessari nýbreytni verði tilbúin en mér finnst sjálfsagt að mismuna landsmönnum ekki þannig að lesblindir geti ekki notið bloggsins. Ég skora á aðstandendur mbl.is að koma þessu í gagnið hið snarasta.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband