Hvatt til lauslætis

Það er von að svona lágkúra veki athygli, þetta er e.t.v. sú landkynning sem landsmenn vilja helst - getum við verið stolt af þessu? Ég er fyrst til að fagna ástinni og öllu því sem hún gefur best af sér en svona opinber kynlífsvika sem stofnað er til af bæjarstjórn til að sleppa öllum hömlum og láta undan eigin fýsnum er eitthvað annað. Ég veit að þau börn sem koma undir í svona svalli eru þvi marki brennd alla tíð. Skyldi vera gaman hjá þeim börnum sem öll eiga afmæli í sömu vikunni að átta sig á því þegar þroskinn kemur að þessir samliggjandi afmælisdagar eru eftir allt engin tilviljun? Það hlýtur að grafa undan þeirri tilfinningu að hver og einn sé sérstakur. Hvaða hjónaband eða ástarsamband þolir það að "allt sé opið" eina viku á ári? Ég veit það að makaskipti og kynlífsleikir geta rifið hjónabönd og lagst á sálir, skilið eftir seingróin sár. Þá er ónefnt það sem getur átt sér stað þegar áfengi er haft um hönd. Ég vona að Bolvíkingar sjái að sér, fari varlega í ástarleikina, haldi þeim fyrir sjálfa sig og INNAN HJÓNABANDS og hugi að því hvers lags landkynning sé vænlegust.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar í ósköpunum lest þú úr að hvatt sé til lauslætis?

Og "...vona að bolvíkingar sjái að sér..."? Mega menn ekki gera sér glaðan dag og hafa hátíðarhöld? Ekki þekki ég annað en að "Love Parade" í Berlín sé hin allrabesta landkynning og skemmtilegasta hátíð. Svo er hvergi hvatt til þess annars en að rækta ástina, ekki endilega eignast eins mörg börn og unnt er.

Ég hugsa mér væri alveg nákvæmelga sama þótt ég væri kominn undan þessari hátíð, t.d. frekar en af verslunarmannahelgardjammi, eða sumarbústaðardjammi, eða whathaveyounot...

Le Vestfirðingur (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 10:58

2 Smámynd: Le Betiz

Þetta les ég milli línanna og af frásögnum þeirra sem hafa notið þessarar viku, bæði sem gestir og sem heimamenn. Fæstir þeirra sem hafa heimsótt þessa viku (utanaðkomandi (einhleypir undanskildir)) geta hugsað sér að gera það aftur. Ég get vottað það að sem "barn" getið á nýársnótt að það er ekkert gamanmál að eiga afmæli í sömu viku og 4 bekkjarfélagar. En þú getur "hugsað að þér væri sama"; það er ekki gefið að ófædd börnin séu sama sinnis.

Le Betiz, 13.8.2008 kl. 11:26

3 identicon

Iss.. eins og það sé eitthvað mál. Einhverntíman hafa foreldrar manns stundað kynlíf - og eflaust foreldrar allra annara í bekknum. Þarf ekkert að metast um það. Það er ekkert verra að hafa orðið undir á nýársnótt - soldið töff reyndar - en t.d. á einhverjum fimmtudegi í mars..

Ég býst við þessi vika sé aðallega haldin fyrir heimamenn, og þar með er ekkert gefið að gestir vilji endilega hanga þarna þessa viku, sér í lagi ef þeir eru einhleypir. Eflaust heldur leiðinlegt. En ég þekki kannski ekki nóg til, þar sem ég hef aldrei verið í bolungarvík þessa viku og hef lítið rætt hana við gesti og heimamenn.

Le Vestfirðingur (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 13:29

4 identicon

Að auki er mjög líkelgt að fólk eigi afmæli í sömu viku. T.d. í 9 manna bekk eru 50% líkur á að fólk eigi afmæli í sömu viku. Það fæst skv. hinu skemmtilega 'Afmælisvandamáli', sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Birthday_problem .

Le Vestfirðingur (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband