Gátu þær ekki verið austrænar?

Það er hræðilegt að vesturlandabúar verði undir í óöldinni í Austurlöndum. Eða svo má lesa út úr þessari frétt. Af hverju er fyrirsögnin ekki "Bílstjóri og annar Afgani skotnir til bana"? Nei ég segi svona, þeir sem fara til starfa á ófriðarsvæðum geta átt von á svona óhöppum hvenær sem er.
mbl.is Þrjár vestrænar konur skotnar til bana í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski vegna þess að þær voru þarna á vegum hjálparstofnunnar í þeim tilgangi að reyna að aðstoða Afgana?? Mér finnst þetta hálfkjánalegt komment hjá þér, Afganar hafa verið að drepa hvorn annan í áratugi undir stjórn Talibana og það er fréttnæmt í mínum huga þegar kvenfólk, vestrænt eða ekki (eitthvað sem fylgir fréttinni) er drepið af óhuguðum karlmönnum. Þessir hjálparstarfsmenn frá vestrænum löndum fara inn á þessi svæði vitandi af hættunni og ég sé ekki hvað er að því að þau fái smá fréttasnepil tileinkaðann þegar þau eru drepin fyrir það eitt að reyna að aðstoða Afgana.

Það er líka greinilegt að þær voru skotmarkið ekki bílstjórinn og hinn afganinn sem að varð fyrir flakkandi byssukúlu. Kjánalegt komment...!

Kjartan Julius Einarsson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:54

2 Smámynd: Le Betiz

Já fyrirgefðu Kjartan "Julius" Einarsson að skrif mín séu kjánaleg. Afsakaðu að ég sé ekki langskólagengin eins og þú, að ég hafi ekki átt kost á frekara námi á 18. ári vegna vanefna. Ég er bara að segja mína skoðun og hlýt að hafa til þess fullan rétt.

Le Betiz, 13.8.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband