Hræðilegt

Enn einu sinni urðu Skagamenn sér til skammar. Og nú rækilega. Hversu lengi eiga dómarar Landsbankadeildarinnar að sitja svo fast á Skagamönnum að þeir eiga sér engrar viðreisnar von? Þetta er hreint og klárt einelti. Ég hef staðið með Skagamönnum í gegnum árin en nú er það ekkert skemmtilegt lengur. Þetta er afar ósanngjarnt. Nú verð ég að velja mér nýtt lið. Ég hafði spáð Skagamönnum einu af þremur efstu sætunum en nú eru litilar líkur á að það rætist. Ég er einnig búin að eyða heilmiklu fé í að tippa á leikina þeirra. Ég er sár vegna þessa og finnst á mér brotið sem unnanda góðrar knattspyrnu.
mbl.is Blikar kafsigldu Skagamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Rúnar Kristinsson

Ertu að segja að Skagamenn hafi lent í einelti frá dómaranum í leiknum við blika í kvöld?.. ætlaru að leggjast svo lágt og kenna honum um hrakfarir liðsins?

Kristinn Rúnar Kristinsson, 20.7.2008 kl. 22:47

2 identicon

Auðvitað var þetta dómaranum að kenna..hann dæmdi öll mörk Blikanna gild!!

Sir Magister (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 23:48

3 Smámynd: Le Betiz

Kristinn sástu ekki leikinn í kvöld? Dómar féllu mjög öðru liðinu í hag og þegar sumarið er tekið saman er ekki of mikið að segja að Skagamenn hafi verið lagðir í einelti af dómurum deildarinnar af einhverjum sökum. Þegar langtímaáhrif eineltis eru skoðuð er ekki furða að svona fari. Ef þú vilt læra nánar um það legg ég til að þú hafir samband við Valgeir forstöðumann samtakanna Regnbogabörn til að fá þetta svart á hvítu.

Le Betiz, 20.7.2008 kl. 23:52

4 identicon

"The best footie coach in Iceland seeks new adventures. Will work for room and board. Desperatly need to find new challenges very soon. I have a really good cv and for example won promotion and the windshield cup for Stoke City. I am a tough and aggressive old school type of coach with tactics well suited for lower league or even pub teams.  I use icebaths in training and spit in the eyes of  fair play. 

Those interested send mail to G-is-the-man@ia.is  

Rgds

GT"

Kristinn (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 00:09

5 identicon

Var á leiknum í kvöld sem hlutlaus aðili og fannst dómarinn standa sig vel. Fannst ekki hallað á annaðhvort liðið. Skagamenn einfaldlega yfirspilaðir af frábæru liði Blika. Vona að Blikarnir verði ekki svona góðir þegar þeir mæta mínum mönnum á fimmtudag...

123 (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 02:18

6 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Kæra kona "minkur" þú ert ágæt pæling fyrir mínar lösnu heilasellur, ég á tvo syni og átti meira að segja eiginmann, allir höfðu þeir sömu áhugamál og þú og hafa enn amk synir mínir, hinn tilheyrir fortíðinni og hún er liðin. Hverju sem við byggjum á þá tilheyrir fortíðin alltaf fortíðinni.  Ég hefði átt að gerast kennari ef ég væri ekki svona óþolinmóð.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 21.7.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband