23.7.2008 | 10:07
Niðurlæging
Svona skilti trufla mig alltaf dálítið þegar þau verða á vegi mínum. Það er niðurlægjandi fyrir konur í verkastétt að þurfa að starfa á karllægum vinnustöðum, hlusta á karllægar sögur og verða að lúta lögmálum karlmanna í einu og öllu. Oft er flautað á þær þar sem þær eru við vinnu sína og þessi skilti bæta gráu ofan á svart. Mér fyndist eðlilegt að fyrir hvert eitt karl-skilti kæmi eitt kven-skilti, hvort sem kona væri að störfum við skiltið sjálft eða ekki. Hér er við Vegagerðina, Samgöngu- og Iðnaðarráðherra auk fjölda verktaka að sakast. Karlmenn ættu að sjá sóma sinn í að ræða ekki áhugamál sín eingöngu á svona vinnustöðum og gera konum kleift að starfa SEM KONUM á hverjum vinnustað.
Menn að störfum en líka konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sé alveg fyrir mér skiltið: VARÚÐ! konur að störfum... hormónar... HJÁLP!
Mamma hefur alltaf sagt að konur eru líka menn þannig að þetta truflar mig ekki, finst samt toppurinn þegar karlar fara að flæða inn í kvennastéttir til að mynda hjúkrun, þá var starfsheitinu "hjúkrunarkona" breytt í "hjúkrunarfræðingur" samt alltaf hjúkka fyrir mig Kanski að "ljósmóðir" verði "fæðingartæknifræðingur" eða "fæðingartæknir" ef einhver strákur myndi gerast svo djarfur að mennta sig á þessu sviði.
Man samt alltaf strákinn sem bar stoltur titilinn: Smörrebrödsdama
Ragnheiður Anna Þórsdóttir, 23.7.2008 kl. 10:24
já og mannstu þegar kennslukona var breytt í kennari. Samt eru konur núna í miklum meirihluta í kennarastétt. Núna er þróun í að breyta í öfuga átt að mínu mati t.d. lögreglan í lögreglukona eða leikari í leikkona og söngvari í söngkona.
Guðjón Ó., 23.7.2008 kl. 11:04
Svo má ekki gleyma því að æði mörg eru karlkynsorðin í íslensku sem notuð eru um bæði kyn.
t.d
ég er stolltur íslendingur þótt kona sé en orð karlkyns
Ragnheiður Anna Þórsdóttir, 23.7.2008 kl. 11:26
Ég veit ekki með þetta með áhugamálin. Þetta er karllæg atvinnugrein og fleiri karlar en konur vina þar. Væri hægt að banna konum að tala um barneignir, túrverki, skálastærðir og skó á kvenlægum vinnustöðum eins og leikskólum?
Rúna Vala, 23.7.2008 kl. 12:20
Seinnast þegar ég viss þá voru konur líka menn, kannski hefur það breyst. T.d. í lögum er alltaf talað um menn og ekki gert munnur á kynum. Menn og maður er nefnilega samheiti yfir alla menn jafnt sem karla, konur eða börn. Þótt orðið sé karlkyns í málfræðilegum skilningi þá á það jafnt yfir bæði kynin.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 15:40
Síðast þegar ég vissi þá var orðið "men" einungis notað yfir karlmenn en ekki kvenmenn líka eins og tíðkast í íslenskunni okkar.
Anna Lilja, 23.7.2008 kl. 21:08
Það er ekki hægt að líkja "menn" í íslensku við "men" í ensku. "Menn" er notað eins og "humen" í ensku. "Human kind"/"mannkyn"
Rúna Vala, 24.7.2008 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.