30.8.2008 | 19:07
Já svona, skottist þið heim
Eftirsjá er af öllu því góða fólki sem ég hef horft á eftir héðan í sumar, ýmist vegna uppsagna eða óhagstæðra vinnuskilyrða. Ég á nokkrar góðar vinkonur sem ég veit ekkert hvort ég held sambandi við úr þessu. En ekki kæmi mér á óvart að Skagamenn fagni þessum tíðindum og eins fleiri þeir sem hafa amast við veru Pólverjanna hér á landi. Ég er komin með nóg af gríni á borð við ,,Nei ég er bara með Pólverja í þessu" -þegar fólk ræðir um að ganga örna sinna eða annað smálegt. Nú ættum við að leggja rækt við þá Pólverja sem kjósa að dvelja hér áfram og tryggja áframhaldandi veru þeirra svo fjölmargar starfsgreinar leggist hreinlega ekki af.
Hópast heim til Póllands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2008 | 18:59
Valsmenn; kaupið Beggu Bjarna!
HK/Víkingur fallinn úr Landsbankadeildinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2008 | 18:55
Besta lið í heimi
Valur með meistaratitilinn í höndunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.8.2008 | 19:01
Fallegasta hátíð sem ég man
Myndirnar sem berast af Arnarhóli eru ótrúlegar, ég er að missa röddina við það að æpa nöfn liðsmanna. Ég er svo klökk að það verður enginn kvöldmatur í dag. Það var sérlega kært að heyra áheyrendur fagna borgarstjóra vorum svo innilega og hlýtur að vera Ólafi huggun, hann fékk ekki svona móttökur við embættistökuna en nú er annað hljóð komið í strokkinn. Vonum að þetta sé ekki vinsældabrölt hjá ríkisstjórninni.
Landsliðsmönnum fagnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2008 | 16:01
Hver átti kippuna?
Að menn skilji eftir kippur af bjór á víðavangi er alveg forkastanlegt. Hvað ef Jóhann hefði ekki verið á ferðinni og stolið henni? Hvað ef börnin okkar hefðu komist þarna óséð í áfengið. Að umgangast áfengi fylgir ábyrgð. Skyldi þessi kippa hafa verið á boðstólum? Gæti Jóhann hafa seilst í bjórinn sem boðið var upp á í sölutjöldum víða um miðborgina? Mér finnst leiðinlegt til þess að hugsa að fólk þurfi að vera að hella í sig fyrir framan börnin en geti ekki drukkið sig fullt heima hjá sér eða inna á börum. Ef ég hefði sótt menningarnótt hefði ég skilið börnin mín eftir heima. Nógu snemma fá þau að fást við Bakkus.
Uppgrip í dósasöfnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2008 | 15:55
Loksins gleðileg tíðindi
Síldveiði gengur ágætlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2008 | 15:51
Hvergi heima nema í Aston Villa
Chelsea líka á eftir Villa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2008 | 15:46
Land Arnars Gauta
Svíar telja sig snyrtilegasta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2008 | 12:43
Ökum honum í opnum vagni
Grátið af gleði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2008 | 22:26
Hefðu betur haldið í Ólaf
Ég tel sjálfstæðismenn hafa leikið af sér með því að losa sig við Ólaf og það held ég að sé að sýna sig í þessari könnun. Stjórnarmeirihluti þeirra var rétt að rísa og komast af stað þegar þetta dynur yfir og þá er von að menn missi trúna. Ég held að Ólafur sé jafnvænlegur og tveir Óskarar Bergssynir og þetta mun koma sjálfstæðismönnum í koll í næstu kosningum. Þar gæti Samfylkingin hins vegar notið góðs af og jafnvel komið upp sterkum starfhæfum meirihluta með aðkomu Ólafs F. og annaðhvort Framsóknar eða VG.
Borgarstjórn með fjórðungs fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |