Úr umferð

Ég las þessa úttekt sem ferðamaður á leið minni til landsins í vor og staldraði nokkuð við þessar nafngiftir bæja um landið og mér var ekki skemmt. Þarna var ýmislegt sem ég vel skilið að særi. Mér sárnaði nokkuð að sjá mína gömlu borg, Reykjavík fá nafnið City of Fear sem er aldeilis ekki til sóma og í raun til skammar. Heldur verri útreið fá Suðurnesja menn (eins og segi í kvæðinu "Ekki bara spauga með þá útnesjamenn..") - að kalla Reykjanesbæ City of Gett me out of Here er eiginlega óskiljanlegt! Skrítnara þykir mér ef íbúar ætla að taka þessu þegjandi. Nafnið er eins mikið rangnefni og hugsast getur. Fólk sem býr í Reykjanesbæ gerir það ekki að gamni sínu og fæstir eiga þess kost að "flýja" þaðan. Fáir ferðamenn kynnast bænum svo nafnið kemur þeim ekki við. Annað sem ég skil ekki er að Egilsstaðir fá nafnið City of Queer sem segir sig sjálft að hlýtur að særa einhvern. Staðinn er ekki hægt að kalla höfuðstað samkynhneigðra á Austurlandi með réttu, það á kannski við upp að litilu marki en það er kolrangt að kynna bæinn þannig. Forsvarsmenn blaðsins ættu að sjá sóma sinn í því að taka þetta úr umferð hið snarasta og biðjast afsökunar.


mbl.is Saklaust grín eða ferðamannafæla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurlæging

Svona skilti trufla mig alltaf dálítið þegar þau verða á vegi mínum. Það er niðurlægjandi fyrir konur í verkastétt að þurfa að starfa á karllægum vinnustöðum, hlusta á karllægar sögur og verða að lúta lögmálum karlmanna í einu og öllu. Oft er flautað á þær þar sem þær eru við vinnu sína og þessi skilti bæta gráu ofan á svart. Mér fyndist eðlilegt að fyrir hvert eitt karl-skilti kæmi eitt kven-skilti, hvort sem kona væri að störfum við skiltið sjálft eða ekki. Hér er við Vegagerðina, Samgöngu- og Iðnaðarráðherra auk fjölda verktaka að sakast. Karlmenn ættu að sjá sóma sinn í að ræða ekki áhugamál sín eingöngu á svona vinnustöðum og gera konum kleift að starfa SEM KONUM á hverjum vinnustað.
mbl.is Menn að störfum en líka konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóst frá upphafi

Ég óska þess heitt að þessi yfirtaka verði ekki heimiluð. Þetta er fínlegri háttur til að losa óþarfa starfskrafta en Glitnir hafði á; auk þess mega viðskiptavinir eiga von á því að greiða hærri þjónustugjöld vegna þess sem koma skal en það er væntanlega ný auglýsingaherferð, nýtt útlit, uppgjör á ýmsum afgreiðslustöðum, jafnvel nýtt nafn og allt sem þessu tilheyrir og hefur sveiflast til og frá undanfarin ár. Þó upphaflega munu fyrirtækin starfa saman en þó í sitthvoru lagi (!) þá mun þetta rennan saman að endingu og forsmekkurinn að því eru þessar uppsagnir. Það er skömm að þessu, Sparisjóðirnir er tákn fyrir annað og meira í bankaþjónustu en þekkist hjá öðrum bönkum og ótrúlegt að ráðamenn og almenningur láti þetta yfir sig ganga. Ég get sem best trúað því að margir missi allt sitt á næstu misserum.


mbl.is Allt að 200 missa vinnu við samruna SPRON og Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feigur maður

Það er ljóst að vesalings Patrick dansar ekki framar og hann sér ekki árið 2009 en gaman væri að hann næði að starfa við það sem hann ann mest af öllu, leiklistina, fram til síðasta dags. Hann nær þó ekki að ljúka tökum þessarar myndar og ættu framleiðendur að hafa það í huga að ætla honum ekki of mikið. Það fara fáir í skóna hans til að ljúka verkinu. Ég var svo heppin að sjá hann í spennumynd nú í sumar þar sem hann fór á kostum sem reffilegur þrjótur sem stal eigin börnum til að fara með þau í glæpaferð. Ég man engan veginn hvað hún hét en hún var næstum eins góð og Ghost (þetta var nú ekki viðeigandi).
mbl.is Patrick Swayze er kraftaverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó, nei!

Ég óttast mjög þessa Spánarsnigla og þeir pirra mig þónokkuð. Þetta fjölgar sér með ógnarhraða en það er ekki það versta. Snigillinn er plága og eyðir öllum gróðri hvar sem hann kemur svo landið getur beðið mikið tjón af komu þeirra. Hann er stór og ófrýnilegur og geta nokkrir saman slátrað smávöxnum hundi. Hver man ekki eftir plágunni sem reið yfir Danmörku fyrir 3-4 árum? Mér er ekki um sel því ég gæti sem best hafa séð svona snigil í garðinum mínum án þess að hafa haft rænu til að láta vita um hann, ég þekki þetta ekki svo vel í sjón. En þessu hef ég kviðið síðan Danir stóðu bjargarlausir gegn þessari ógn.
mbl.is Spánarsnigill fannst í Hnífsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var óreglu um að kenna?

Nú er fjallað um meinta leti Portúgala og að Mercedes Club tapi á henni en eitthvað finnst mér loðið við þessar skýringar. Það eru stanslausar uppákomur á Kiss á ferðamannatímabilinu og lítið mál að setja upp fyrir ekki flóknari hljómsveit. Var það kannski ljósasýningin, laser-sjóið, píanóið eða playback-tækið sem tókst ekki að setja upp í tíma? Nei líklegra er að kenna megi óreglu um þetta, Íslendingar eiga til að slökkva alveg á sér í útlöndum og mér sýnist þessi hljómsveit ekki gæfuleg ef frá er talinn þessi með hattinn. Sá feiti ætti nú að geta drukkið líkjör og vonandi láta þau þar við sitja, við áfengið, því annars er ekki von á miklum frama. Ég óska þess innilega að hópurinn komi sér saman um að spila eins og fólk á miðvikudag og verði landi og þjóð til sóma, eins og reyndar hefur verið raunin hingað til.
mbl.is Tónleikar Merzedes Club féllu niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíkleg spá

Ég get vottað það að engar skúrir verða hér fyrir norðan í dag og það er upp undir 20 stiga hiti hér í forsælu. Það hlýnar eitthvað þegar líður á vikuna með lítilsháttar vindi, snýst til austan eða suðaustanáttar á morgun. Það er afleitt að fólk geti ekki reitt sig á spána þegar það planar sumarfríið sitt og þegar Verslunarmannahelgin nálgast er ekkert að marka hana. Þá er talað um að það verði svona og svona um allt land en þó alltaf aðeins betra rétt í kringum mótsstaði. Ég er í reglulegu sambandi við konur sem nota óhefðbundnar aðferðir við veðurspá og ætla að treysta á þeirra spá fyrir Verslunarmannahelgina. Mér leiðist meðalmennskan á Veðurstofunni.
mbl.is Skýjað að mestu vestanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mildi að ekki fór verr

Það er afar jákvætt að ungt fólk sýni lit og framtakssemi og starfi á eigin vegum í þágu góðra málefna. Þetta skapar gjaldeyri og jákvæðari landkynning en til dæmis hvalveiðarnar. En aðgerðir af þessu tagi verður að fara hægt í, mig óar við því að horfa á þetta fólk uppi í krananum.  Það getur farið sér og öðrum að voða. Skyldi þetta fólk ekki skynja hættuna eða er því saman um heilsu sína? Því virðist að minnsta kosti sama um líkama sinn að því leyti að þetta þrífur sig ekki heldur leyfir hári sínu að vaxa í einhvern allsherjarflóka. En gaman væri að sjá fleiri mótmæla og þá á friðsamlegri - og öruggari máta.
mbl.is „Allt fer friðsamlega fram"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingið er best geymt í fríi

Á svona stund er ekkert vit að kalla saman þing enda menn í lögbundnu sumarfríi. Það er þingmönnum best að fylgjast með álengdar og aðhafast sem minnst þegar efnahagslífið sveiflast eins og [******* ***** * ****** *****] og það er þægilegast. Ástandið réttist af sjálfu sér, það er margreynt. Hins vegar væri gaman að sjá útsendingar frá Alþingi, ég er að verða vitlaus á því að fylgjast með Rachel Ray og dr. Phil.

mbl.is Vilja að Alþingi verði kallað saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski vill enginn bara kaupa hann?

Hvað ef enginn vill kaupa Eið Smára? Hann getur nú ekki mikið lengur en gæti alveg sómað sér vel hjá einhverju af minni liðunum á Spáni eða á Englandi, jafnvel lokið ferlinum hér á Íslandi. Það getur ekki verið að Guardiola vilji hafa hann í liðinu, ég held að hann vilji bara ekki gera of mikið úr því að fáir hafa sýnt honum áhuga eða viljað borga nóg. Hins vegar getur verið að enn eigi karlinn eitthvað inni og því er leitt að hann fái að verma bekkinn eða ekki hjá Barce enn um sinn. Það hefði verið svolítið gaman að sjá City taka kipp með Eið og Ronaldinho saman í framlínunni.


mbl.is Þjálfari Barcelona vill halda Eiði Smára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband